
Matvælastofnun varar neytendur sem eru með ofnæmi eða óþol fyrir súlfíti (brennisteinsdíoxíði) við neyslu á pálmasykri frá vörumerkinu Thai Dancer. Um er að ræða eina tiltekna lotu af vörunni þar sem súlfít er ekki tilgreint í merkingum, þrátt fyrir að það sé til staðar í vörunni.
Fyrirtækið Filipino store ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Matvælastofnun barst tilkynning um málið í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópusambandsins, sem ætlað er að tryggja öryggi matvæla og fóðurs innan Evrópu.
Hægt er að skila vörunni í verslunina án kvittana og er fullri endurgreiðslu lofað.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotu:
- Framleiðandi: Thai Dancer
- Nafn vöru: Pálmasykur
- Pakkning: 200g
- Vörunúmer: 11396
- Lotunúmer: 260724
- Geymsluskilyrði: Þurrvara
- Best fyrir dagsetning: 26-07-2026
- Innflytjandi: Filipino store, Reykjavegi 62 Mosfellsbæ
- Dreifing: Filipino store, Langarima 23 Reykjavík
Komment