1
Fólk

Selja kristið heimili í Garðabæ

2
Heimur

Dularfullt andlát á Tenerife vekur upp sorg og spurningar

3
Innlent

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér

4
Innlent

Reykvíkingur plataði tvo menn illa og græddi vel

5
Fólk

„Ég finn að ég er ekki eins mjúk og ég var áður“

6
Innlent

MAST varar hundaeigendur við

7
Pólitík

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara

8
Innlent

Karlmaður á þrítugsaldri reyndi að fremja stórfellt fíkniefnalagabrot

9
Fólk

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu

10
Fólk

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala

Til baka

Pálmi Gestsson snýr upp á útgerðarmenn

Beitt svar úr Bolungarvík við auglýsingaherferð Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Pálmi Gestsson myndband Bolungarvík
Pálmi í BolungarvíkSpaugstofumaðurinn og leikarinn landsfrægi er að vestan.
Mynd: Facebook / Pálmi Gestsson

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa undanfarið birt auglýsingamyndbönd úr sjávarbyggðum. Í myndböndunum sýnir bæjarbúi inn í ýmis fyrirtæki og kemst að sömu niðurstöðu: „Við lifum öll á sjávarútvegi.“ Tilefni auglýsingaherferðarinnar er áform ríkisstjórnarinnar um að tvöfalda greidd veiðigjöld útgerða, með því að byggja stofn þeirra á raunverulegu aflaverðmæti frekar en því sem útgerðin reiknar sjálf í eigin viðskiptum.

Leikarinn og grínistinn Pálmi Gestsson, sem er sömuleiðis Bolvíkingur og hefur þar aðsetur í húsinu Hjara, hefur nú framleitt sitt eigið auglýsingamyndband.

„Þetta er fallegi heimabærinn minn, Bolgunarvík,“ segir Pálmi í myndbandinu. „Þarna er sundlaugin, þarna er gamli skólinn minn, þarna er félagsheimilið mitt, húsið mitt, og Ísafjarðardjúpið mitt. En út af því eru einhver gjöfulustu fiskimið allra tíma. Og þar syndir fiskurinn þeirra,“ bætir Pálmi við og hnykkir út með: „Við lifðum öll af sjávarútvegi.“

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa tekið fyrir fleiri byggðir, meðal annars Akureyri, Neskaupstað og Grundarfjörð, í tilraun til að koma í veg fyrir að þeir þurfi að greiða 10 milljörðum meira af hagnaði sínum í veiðigjöld til ríkissjóðs.

Fjölmargir hafa á Facebook deilt sömu reynslusögunni af byggðum þaðan sem kvótinn hefur verið seldur. Textanum er deilt undir titlinum: Hin hliðin.

„Mig langar til að sýna þér þorpið okkar,“ segir í textanum.

„Þarna var bakaríið okkar. Þarna var vélsmiðjan okkar. Þarna var trésmíðaverkstæðið okkar. Þarna voru verzlanirnar okkar. Þarna var fiskvinnslan okkar. Þarna var frystihúsið okkar. Þarna voru bátarnir okkar.

En ekki núna. Grundvöllur lífsins var sjávarútvegur, veiðar og vinnsla. En ekki núna. Maðurinn sem átti kvótann er farinn. Fjörðurinn er fullur af fiski, en við megum ekki veiða, við eigum ekki fiskinn. Í firðinum OKKAR.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Fyrrverandi njósnari telur sig vita hvers vegna Trump vilji Grænland
Heimur

Fyrrverandi njósnari telur sig vita hvers vegna Trump vilji Grænland

„Bandaríkin munu taka yfir þau svæði á Grænlandi sem þau vilja“
Þrjár blóðugar hákarlaárásir við strendur Sydney
Myndband
Heimur

Þrjár blóðugar hákarlaárásir við strendur Sydney

Kröftugt snjóflóð flæddi yfir skíðasvæði á hæsta fjalli Evrópu
Myndband
Heimur

Kröftugt snjóflóð flæddi yfir skíðasvæði á hæsta fjalli Evrópu

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér
Innlent

Dorrit segir Trump hafa rétt fyrir sér

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala
Myndir
Fólk

Auðunn varpar ljósi á vafasama hegðun fasteignasala

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara
Myndband
Pólitík

Segir Guðlaug Þór vera föðurlandssvikara

MAST varar hundaeigendur við
Innlent

MAST varar hundaeigendur við

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?
Könnun
Sport

Mun íslenska landsliðið lenda í einu af efstu fjórum sætunum á EM?

„Afríka breytti mér sem manneskju“
Myndband
Fólk

„Afríka breytti mér sem manneskju“

Segir að tími sé kominn fyrir Evrópu að svara Trump
Heimur

Segir að tími sé kominn fyrir Evrópu að svara Trump

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu
Myndir
Fólk

Stórfenglegt einbýli með sundlaug til sölu

Greipur segir Trump ruglast á Íslandi og Grænlandi
Fólk

Greipur segir Trump ruglast á Íslandi og Grænlandi

Slúðursaga um Birgittu Líf
Slúður

Slúðursaga um Birgittu Líf

Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð
Landið

Bleikjuseiði sluppu úr keri við Tálknafjörð

Matvælastofnun barst nafnlaus ábending
Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin
Landið

Hitinn nær allt að 20 gráðum um jólin

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð
Landið

Danskt herskip mætt á Seyðisfjörð

Mikið frost á fróni í kortunum
Landið

Mikið frost á fróni í kortunum

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda
Landið

Pálmi Gestsson, fífldjarfur leigubílstjóri og Dimma í miklu uppáhaldi lesenda

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin
Landið

Enginn dýralæknir á bakvakt fyrir austan yfir jólin

Loka auglýsingu