Stundum er hundleiðinlegt í vinnunni, við það geta flestir tengt.
Þá getur andrúmsloft á ákveðnum vinnustöðum, eins og á Alþingi, verið mjög yfirþyrmandi og getur tekið mjög á sálarlíf þingmanna og ráðherra. Það er þó stundum þannig að fólkið sem setur lögin á Alþingi nýtur sín í botn.
Það gerðu þau Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra svo sannarlega í gær en þau eru bæði í Viðreisn. Ekki liggur fyrir hvað fór þeirra á milli en það virðist hafa verið gífurlega fyndið og skemmtilegt.
Víkingur Óli Magnússon, ljósmyndari Mannlífs, myndaði gleðina.
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Mynd: Víkingur
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa



Komment