1
Innlent

Jarðskjálfti varð undir húsi í Grindavík

2
Innlent

Hinn látni var með framheilabilun

3
Innlent

Fimm handteknir vegna andláts

4
Menning

Útlitið nokkuð svart hjá VÆB

5
Innlent

Ferðamaður kýldur í andlitið við biðstöð á Snorrabraut

6
Fólk

Silfurrefurinn kveður

7
Menning

Fíkniefni sögð mögulega spila hlutverk í andláti poppstjörnu

8
Heimur

Grænlenski „sonur Trumps“

9
Innlent

Þetta er hinn íslenski kafbátur

10
Heimur

Tvítugi neminn finnst ekki enn

Til baka

Ólafur Ágúst Hraundal

Rafrænn heimur

Framtíð frelsis eða alræðisvald?

Olafur-Agust-Hraundal
Ólafur Ágúst Hraundal
Mynd: Ljósmynd: Aðsend

Á ógnarhraða ferðumst við inn í stafrænan heim og á sama tíma hverfur vald almennings yfir eigin lífi. Samskipti, viðskipti og fjármál eru nánast alfarið háð alnetinu, en hvað gerist ef alnetið bilar eða hrynur? Hvað ef stjórnvöld og stórfyrirtæki öðlast alræðisvald yfir fjármálum, upplýsingum og persónulegum gögnum almennings?

Hér verður farið yfir hvernig aukið rafrænt eftirlit, fjármálakerfi án reiðufé og hvernig aðgerðir stjórnvalda hafa smám saman verið að rýra persónufrelsi og færa samfélög nær stjórnarháttum fyrri einræðisríkja. Einnig verður stiklað á leiðum til að verja frelsi einstaklingsins og koma í veg fyrir að þessi þróun leiði okkur inn í, „Alræðisríkis Kúgun“.

Takmörkun á reiðufé

Í mörgum löndum er reiðufé á hröðu undanhaldi og almenningur er þvingaður til að notast við rafrænar greiðslur. Þó það virðist vera þægilegt og einfalt, gerir þessi þróun almenning háðan fjármálakerfi sem stjórnvöld og bankar ráða yfir. En hvað gerist ef tæknin bregst? "Computer says no", ekkert samband við alnetið og enginn kemst í peningana sína?

Við slíkar aðstæður gæti samfélagið lamast. Verslanir gætu ekki afgreitt viðskiptavini, fólk gæti ekki keypt nauðsynjar og daglegt líf myndi stöðvast. Dæmi: Í náttúruhamförum eins og fellibylum hafa rafmagnsleysi og netbilanir valdið því að fólk hefur ekki getað keypt mat eða lífsnauðsynjar.

Svört markaðsviðskipti myndu blómstra, þar sem vörur og þjónusta yrðu gjaldmiðill í stað rafrænna greiðslna. Dæmi: Í Grikklandi árið 2015, þegar fjármálakreppan reið yfir og bankar lokuðu, gátu aðeins þeir sem áttu reiðufé keypt mat og nauðsynjar. Þeir sem treystu alfarið á rafrænar færslur stóðu hjálparvana.

Á sama tíma yrði ljóst hversu mikið vald stjórnvöld og bankar hafa yfir fjármálum almennings, þar sem rafrænir reikningar gætu verið frystir eða gerðir óaðgengilegir. Dæmi: Í Kanada árið 2022 frystu stjórnvöld bankareikninga mótmælenda án dómsúrskurðar, sem sýndi hversu auðvelt það er fyrir stjórnvöld að takmarka aðgengi fólks að eigin fjármunum.

Þessi þróun útilokar einnig viðkvæma hópa, eins og eldri borgara og efnaminni einstaklinga, sem oft eiga erfitt með aðlagast tækninni og eru háð opinbera kerfinu. Án reiðufé verður þessi hópur algjörlega háður fjármálakerfi sem getur útilokað þá með einu músarklikki.

Aukin völd löggæslu og stjórnvalda

Löggæsla um allan heim er nú að sækjast eftir alræðisvaldi sem minnir óneitanlega á aðferðir Gestapo í Þýskalandi og Stasi í Austur-Þýskalandi. Með tæknilegum úrræðum eins og allsherjarvöktun, andlitsgreiningu og fjármálalegum inngripum eru stjórnvöld sífellt meira og meira að skerða frelsi borgaranna, sem þau réttlæta með sinni forræðishyggju, „öryggi og forvarnaraðgerðum“, sem ber keim af aðferðum Gestapo og Stasi á einum myrkustu tímum sögunnar.

Með rafrænu eftirliti, gagnaöflun og andlitsgreiningu hafa stjórnvöld auknar heimildir til að fylgjast með borgurum sínum, skrásetja hegðun þeirra og jafnvel beita þeim fjárhagslegum þvingunum. Dæmi: Patriot Act í Bandaríkjunum veitti stjórnvöldum auknar heimildir til að fylgjast með borgurum sínum eftir hryðjuverkaárásirnar 2001. Þessi lög hafa verið gagnrýnd fyrir að skerða friðhelgi einkalífsins. Og í Kína hefur "Social Credit System" verið innleitt, þar sem borgarar eru metnir eftir hegðun sinni og geta misst aðgang að opinberri þjónustu ef þeir fara ekki að kröfum stjórnvalda.

Það sem áður var handvirk njósnastarfsemi, eins og hjá Stasi í Austur-Þýskalandi, er nú sjálfvirkt og nákvæmara en nokkru sinni fyrr með gervigreind og ofurgagnagreiningu. Dæmi: Í Bretlandi hafa lögregluyfirvöld prófað andlitsgreiningu í rauntíma á fjölförnum stöðum, sem hefur leitt til þess að saklausir einstaklingar hafa verið ranglega merktir sem glæpamenn. Og í Frakklandi voru drónar notaðir til að fylgjast með borgurum í COVID-19 faraldrinum og tryggja að útgöngubann væri virt.

Þessi þróun hefur einnig mikil áhrif á fjölmiðlafrelsi. Í mörgum löndum hafa stjórnvöld aukið áhrif sín á fjölmiðla og samfélagsmiðla, ritskoðað gagnrýnis raddir og stjórnað upplýsingaflæði með stafrænum leiðum. Dæmi: Í Rússlandi hafa stjórnvöld notað netritskoðun til að hindra aðgang almennings að óháðum fjölmiðlum, sem tryggir að aðeins samþykktar upplýsingar fá að berast út. Og á tímum Gestapo var fjölmiðlafrelsi afnumið og aðeins áróður stjórnvalda var leyfður.

Það sem áður krafðist umfangsmikillar leyniþjónustu er nú framkvæmt á sekúndubroti með örfáum skipunum í hugbúnaði.

Hvernig getur almenningur varið sig?

Þegar stjórnvöld og stórfyrirtæki auka völd sín í skjóli stafrænnar þróunar, verður almenningur að vera vakandi og grípa til aðgerða. Ef ekkert er að gert, gæti eftirlitskerfið fest sig í sessi og svipt einstaklinga fjárhagslegu og persónulegu frelsi sínu.

Viðhalda reiðufé sem valkosti
Reiðufé tryggir að almenningur hafi full fjárráð og vald á sínum fjármunum, og eigin viðskiptum. Ef það hverfur, verður fólk algjörlega háð rafrænum greiðslukerfum sem stjórnvöld og bankar stjórna.

Efla gagnrýna hugsun og upplýsingalæsi
Mikilvægt er að skilja hvernig stjórnvöld og stórfyrirtæki beita tækni til að auka vald sitt. Almenn krafa um gagnsæi í lagasetningu um stafrænt eftirlit og persónuvernd er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir misnotkun.

Nota dulkóðuð samskipti
Friðhelgi einkalífsins er sífellt ógnað með stafrænu eftirliti. Notkun dulkóðaðra samskiptaleiða, eins og Signal og ProtonMail, geta hjálpað einstaklingum að vernda sig gegn óþarfa vöktun.

Standa gegn ritskoðun og misnotkun á tækni
Fjölmiðlafrelsi er undirstaða lýðræðis. Mikilvægt er að styðja sjálfstæða fjölmiðla og krefjast þess að samfélagsmiðlar og önnur stafræn tól séu ekki notuð sem vopn til pólitískrar kúgunar.

Niðurstaða

Stafræn þróun hefur fært samfélaginu ýmis tækifæri, en á sama tíma aukið efnahagslega stjórn stjórnvalda og stórfyrirtækja. Við stöndum á tímamótum þar sem tæknin veitir ómæld þægindi en getur jafnframt leitt til stjórnkerfis sem rænir fólk fjárhagslegu og persónulegu frelsi.

Ef við grípum ekki til aðgerða núna og stöndum vörð um frelsið, munum við í framtíðinni standa frammi fyrir spurningunni:
Hvernig leyfðum við þessu að gerast?

Ólafur Ágúst Hraundal
Höfundur er lífskúnstner


Komment


Gunnar-Smari2-e1727173739482
Innlent

Gunnar Smári boðar til skyndifundar

Arnar Gunnlaugsson
Sport

Orri Steinn gerður að fyrirliða hjá nýjum landsliðsþjálfara

maisie-trollette-first-foremost600w-e1723714997443
Heimur

Ein elsta dragdrottning heims látin

Kókaín bátur í Bretlandi
Heimur

Drukknir smyglarar teknir með tonn af kókaíni

Anna Þóra Baldursdóttir
Fólk

Íslenskur styrkur til hjálpar ungum mæðrum vel nýttur í Keníu

Þorlákshöfn,_Iceland_aerial_view
Innlent

Hinn látni var með framheilabilun

Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra
Pólitík

Inga ætlar að auka réttindi foreldra