1
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

2
Fólk

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins

3
Fólk

Setja eina og hálfa milljón á hvern fermeter

4
Innlent

„Fólk þurfti að fara út á handklæðum“

5
Fólk

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars

6
Innlent

Hólmari dæmdur fyrir óvenjulegan þjófnað

7
Innlent

Nýjar sánur opnaðar í Vesturbæjarlaug

8
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

9
Innlent

Umferðarslys í Kópavogi

10
Pólitík

Ríkisstjórnin ræður Halldór Oddsson í vinnu

Til baka

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“

„Hömrum á þeim að sjálfsmyndin byggist ekki á hvernig þeir líta út heldur á innvolsinu þeirra“

Ragga nagli
Ragga nagliRagga hittir oft naglann á höfuðið
Mynd: Aðsend

Sálfræðingurinn Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, hvetur í nýrri og ítarlegri Facebook-færslu foreldra og samfélagið allt til að bregðast við hættulegu og ört vaxandi fyrirbæri sem hún segir ógna heilsu og lífsgæðum ungra drengja. Hún varar við því að „Útlitshámörkun er ekki bara húmorískur hégómi hjá ungum mönnum. Þetta nýja trend á samfélagsmiðlum er stórkostleg heilsufarsleg ógn við unga drengi og menn.“

Ragga vísar þar til bandarísks áhrifavalds, Braden Peters, sem póstar efni undir notendanafninu Clavicular á TikTok, Instagram og streymisveitunni Kick. „Skilaboð kauða snúast aðallega um hið nýja fyrirbæri ‚útlitshámörkun‘ (Lookmaxxing) sem á rætur sínar að rekja til netsamfélags ungra manna og drengja,“ skrifar hún og segir það snúast um „Hvernig þú getur betrumbætt útlit og skrokk með allskyns aðferðum.“

Hún bendir á að annar áhrifavaldur, Jason Latham, sé með „einn miljarð af áhorfi á samfélagsmiðlum þar sem hann ráðleggur drengjum hvernig þeir geta minnkað nefið, hvað er að gera þá ljótari, hvernig þeir ondúlera hárið betur og selur auðvitað sitt eigið hársprey og rakar inn seðlum.“

Frá saklausri snyrtingu yfir í stórhættulegar aðferðir

Ragga segir að saklausari útgáfa útlitshámörkunar snúist um snyrtivörur, hárkrem, Omega-3 og líkamsrækt, en að harðari útgáfan sé stórvarasöm. Þar séu drengir hvattir til að „taka stera og peptíð, sjúga kreatín í gegnum nefið, fara í lýtaaðgerð, berja á sér kjálkana með hamri, stinga nálum í svæðið kringum augun, og eyða mörgum klukkutímum í ræktinni.“

Ungum drengjum sé gefin einkunn á „útlitsskalanum“ og síðan seldar lausnir við meintum galla þeirra. „Kapítalismi í sinni allra ljótustu mynd sem herjar á óharðnaða áhrifagjarna óörugga æskuna sem þráir ekkert heitar en samþykki, viðurkenningu og að tilheyra.“

„Aðallega að hámarka snemmbúinn dauðdaga“

Ragga lýsir Clavicular sem alvarlegu dæmi um hættuleg skilaboð. Hann hafi sjálfur byrjað steranotkun 14 ára og sjái nú fram á útlimalengingu vegna þess að hann sé „ósáttur við að vera aðeins 1.85 m á hæð.“ Hún segir: „Svo allir fylgjendur hans sem eru undir því hæðarviðmiði upplifa vonleysi.“

Hún bendir á að hann hafi einnig sprautað „17 ára kærustu sína með peptíðum sem eiga að strekkja á húðinni. Ekki einasta er þetta stórhættulegt, en húðin á 17 ára barni er eins og rass á ungabarni.“

Í færslunni telur Ragga upp lyfjalista sem áhrifavaldurinn segist nota: „Töflur til að verða brúnn, eiturlyf sem líkja eftir áhrifum áfengis til að spara hitaeiningar, Anavar sterar, testósterónuppbót, ADHD lyf til að vinna í tölvunni, peptíðlausn úr svínaheila sem er notað fyrir eldra fólk með Alzheimer, ketamín og vaxtarhormón.“ Hún bætir við: „Nota bene.... hann er tvítugur að aldri.“

Um hvort hann gæti þá verið í tengslum við undirheimalyfjasölu spyr Ragga kaldhæðnislega: „Hvar hann nálgast öll þessi lyf fær miðaldra konu í Kaupmannahöfn til að klóra sér í skallanum.“ Bætir hún svo við: „En miðað við þessa upptalningu er hann aðallega að hámarka snemmbúinn dauðdaga.“

Ungir drengir greiða með heilsu sinni

Clavicular selur einnig áskriftarprógrömm fyrir 50 dollara á mánuði. Ragga segir hann lofa að „horaðir lúðar sem engin kona lítur við umbreytast í helmassaköttaða menn sem úsa sjálfstrausti.“ Fylgjendahópurinn sé einkum ungir drengir: „Stærsti fylgjendahópurinn hans eru 14–20 ára drengir, og 46% af þessum áskrifendum að þessu prógrammi eru 14–17 ára.“

Hún segir þetta skapa stórkostlega hættu á skaða: „Semsagt áhrifagjarnir, óöruggir drengir heilaþvegnir um að vera ekki nógu fallegir, ekki nógu hávaxnir, ekki nógu massaðir, því þeir skora ekki nógu hátt á ‚útlitsskalanum‘ en örvænt eigi... við höfum lausnina.“

Afleiðingarnar geti verið alvarlegar. „Þeir eiga á hættu að þróa með sér líkamsskynjunarröskun (body dysmorphia)… óheilbrigt og öfgakennt samband við spegilmyndina, mat og æfingar, ofnotkun á bætiefnum og jafnvel ólöglegum efnum í sprautuformi.“ Sálrænar afleiðingar séu meðal annars „félagsleg einangrun, þunglyndi, kvíði, æfingaþráhyggja.“

Foreldrar þurfa að vakna

Ragga segir að samfélagið verði að horfast í augu við að drengir séu nú í svipaðri hættu og ungar stúlkur fyrir óraunhæfum útlitsviðmiðum. „Við þurfum ekki aðeins að vernda ungu stúlkurnar okkar fyrir óraunhæfum viðmiðum um útlit. Drengirnir okkar eru líka í hættu. STÓRHÆTTU!!“

Hún hvetur foreldra til að fylgjast náið með hvað börnin þeirra horfi á: „Clavicular er bara einn af fjölmörgum með slík lífshættuleg skilaboð. Það er ærin ástæða fyrir foreldra að fylgjast með hverjum ungir drengir eru að fylgja og hvaða skilaboð þeir eru að hlusta á.“

Að lokum leggur Ragga áherslu á að styrkja sjálfsmynd drengja með öðrum hætti en í gegnum útlit: „Hömrum á þeim að sjálfsmyndin byggist ekki á hvernig þeir líta út heldur á innvolsinu þeirra hvernig þeir koma fram við aðra, sýna samkennd, kímnigáfu og eru til staðar fyrir vini sína.“

Hún hvetur foreldra til að kenna drengjum að „útvista ekki samþykkinu útávið til annarra, heldur hvetjum þá til að hrósa sjálfum sér og vera stoltir af afrekum sínum.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

„Andláti mínu hefur verið frestað“
Fólk

„Andláti mínu hefur verið frestað“

Anna Kristjánsdóttir hefur átt betri daga, blessunin.
Fyrrum unglingalandsliðsfólk selur í 108
Myndir
Fólk

Fyrrum unglingalandsliðsfólk selur í 108

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu
Innlent

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman
Peningar

KALEO-strákarnir stofna fyrirtæki saman

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things
Heimur

Haukfránir aðdáendur tóku eftir mistökum í Stranger Things

Hanna Katrín kom með jólin á Alþingi
Fólk

Hanna Katrín kom með jólin á Alþingi

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins
Fólk

Auddi og Steindi voru sauðdrukknir í jóladagatali Blökastsins

Holly Willoughby játaði að hafa ekið á mann á hlaupahjóli
Heimur

Holly Willoughby játaði að hafa ekið á mann á hlaupahjóli

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars
Fólk

Tannlæknir frá Utah breytti lífi Einars

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum
Innlent

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum

Sigurður skipaður í nýtt embætti
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

Innlent

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“
Innlent

Ragga nagli segir unga drengi í „stórhættu“

„Hömrum á þeim að sjálfsmyndin byggist ekki á hvernig þeir líta út heldur á innvolsinu þeirra“
MAST varar við svínakjöti frá Ali
Innlent

MAST varar við svínakjöti frá Ali

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu
Innlent

Sölumaður dauðans flúði undan lögreglu

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum
Innlent

Beðið eftir niðurstöðu krufningar á Portúgalanum

Sigurður skipaður í nýtt embætti
Innlent

Sigurður skipaður í nýtt embætti

Loka auglýsingu