
Ragnar Halldór Hall
Mynd: Mörkin lögmannsstofa
Ragnar Hall, einn þekkasti lögmaður Íslands, hefur lagt inn málflutningsréttindi sín og eru þau nú óvirk en þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu.
Ragnar lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands í október 1975 og fór að vinna sem fulltrúi sýslumanns og bæjarfógeta á Eskifirði. Árið 1980 var hann gerður að bæjarfógeta í Reykjavík árið 1980 og sinnti því starfi til 1992.
Eftir það starfaði hann sem hæstaréttarlögmaður. Á ferlinum hefur hann verið settur ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri. Þá var hann prófdómari og stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands frá 1988 til ársins 2003.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment