
Reykjavíkurborg óskar eftir tilboðum frá áhugasömum einstaklingum og fyrirtækum sem vilja reka parísarhjól á Miðbakka í sumar en greint er frá þessu í tilkynningu frá borginni. Samkvæmt henni var reynslan af hjólinu síðasta sumar góð og á verkefnið rætur í hugmyndavinnu um haftengda upplifun og útivist.
Parísarhjólið var sett upp á Miðbakka í fyrra, sumarið 2024 og var þá um tilraunaverkefni til eins sumars að ræða. Verkefnið gekk vel og hefur nú verið ákveðið að auglýsa eftir aðila til að reka parísarhjól á Miðbakka sumarið 2025. Ef viðunandi tilboð berst verður gerður samningur við Faxaflóahafnir sf. um afnot af svæði á Miðbakka, með möguleika á framlengingu til eins árs vegna sumarsins 2026.
Komi til samnings við rekstraraðila um reksturinn verður hann lagður fyrir borgarráð.
Mikill áhugi var á verkefninu í fyrra að sögn borgaryfirvalda og var þá gengið til samninga við Taylor‘s Tivoli Iceland ehf, sem hafði reynslu af rekstri parísarhjóla og af rekstri tívolís á Miðbakka.
Komment