1
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

2
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

3
Fólk

Glúmur gat ekki brosað til gullfallegrar konu

4
Heimur

Vinur Vilhjálms prins féll til bana af hótelþaki

5
Fólk

Sjarmerandi og sögufræg miðbæjarperla til sölu

6
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

7
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

8
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

9
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

10
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Til baka

Rífa í sig hugmyndir Trump um framtíð Gaza

„Þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið, þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki“

Félagarnir á góðri stund.
Trump og NetanyahuFélagarnir á góðri stund

Félagið Ísland–Palestína gagnrýnir harðlega þá áætlun sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti ásamt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í gær og segir hana „blekkingu og nýlenduhyggju í dulargervi friðar“.

Í yfirlýsingu félagsins segir að óraunhæft sé að helsti „fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins“ standi hlið við hlið gerandans og kynni friðartillögur. Samkvæmt félaginu byggi áætlunin alfarið á forsendum Bandaríkjanna og Ísraels og minni þannig á Balfour-yfirlýsinguna frá 1917. „Það eru Palestínumenn sem eiga að laga sig að veruleika sem aðrir stjórna,“ segir í yfirlýsingunni.

Bent er á að samningurinn geri ráð fyrir sakaruppgjöfi Hamasliða og annarra andspyrnumanna, án þess að nokkuð sé minnst á glæpi Ísraelsríkis gegn Palestínumönnum. „Hvergi
er minnst á glæpi síonistanna sem hafa stjórnað ofsóknum, landstuldi og drápum gegn Palestínumönnum í áratugi. Þeir skulu vera friðhelgir sem fyrr.“ Þá sé ekkert fjallað um Vesturbakkann þar sem þjóðernishreinsanir séu í gangi. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að samningurinn kalli eftir „afradikaliseringu“ Palestínumanna, sem félagið túlkar sem bann við því að þeir berjist fyrir réttindum sínum.

Samkvæmt áætluninni á svokölluð „Friðarnefnd“ að stjórna bráðabirgðaaðgerðum. Ísland–Palestína bendir á að Trump sjálfur eigi að leiða nefndina, með Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sér við hlið. Blair ásamt þáverandi Bandaríkjaforsenda séu sakaðir um að bera ábyrgð á alþjóðlegum hörmungum, meðal annars í Írak.

Í yfirlýsingunni segir að lofað sé litlum umbótum á lífsskilyrðum íbúa Gaza, svo sem aðgangi að mat, vatni og lyfjum í gegnum Sameinuðu þjóðirnar. Ísrael muni þó áfram reyna að hindra slíka aðstoð. Þá sé ljóst að Netanyahu hafi engan hug á því að samþykkja sjálfstætt ríki Palestínu eða draga herlið sitt til baka.

„Stjórnvöld í Ísrael segja beinum orðum í ísraelskum fjölmiðlum að þessi samningur sé blekking,“ segir í yfirlýsingunni. Félagið krefst þess að íslensk stjórnvöld gefi áætluninni ekki lögmæti, heldur standi með Palestínumönnum. „Eina lausnin er að þjóðarmorð Ísraels verði stöðvað, ráðamenn í Ísrael og þátttakendur í þjóðarmorðinu verði sóttir til saka og að Palestína verði frjáls,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.

Hér má lesa yfirlýsinguna í heild sinni:

YFIRLÝSING FÉLAGSINS ÍSLAND - PALESTÍNA

Trump Bandaríkjaforseti kynnti þ. 29. september á blaðamannafundi með Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, áætlun sem skv. yfirlýsingu Trumps á að leiða til friðar á Gaza.

Augljóst er, að þegar helsti fjármögnunaraðili þjóðarmorðsins stendur við hlið gerandans og kynnir friðartillögur til að stöðva þjóðarmorðið,
þá er engin von til þess að hér búi heilindi að baki.

Samningurinn felur í sér að aðkoma Palestínumanna er öll á forsendum Ísraels og Bandaríkjanna og þannig endurtekning á sömu sögu allt frá árinu 1917 þegar Breska ríkisstjórnin lagði fram hina alræmdu Balfouryfirlýsingu. Það er nýlenduhyggjan sem ræður gerð þessa samnings.
Það eru Palestínumenn sem eiga að laga sig að veruleika sem aðrir stjórna. Samkvæmt samningnum á að veita Hamasliðum og öðrum
andspyrnumönnum „sakaruppgjöf“ fyrir að berjast fyrir þjóð sína. Hvergi er minnst á glæpi síonistanna sem hafa stjórnað ofsóknum, landstuldi og drápum gegn Palestínumönnum í áratugi. Þeir skulu vera friðhelgir sem fyrr.

Samningurinn inniheldur engin orð um Vesturbakkann þar sem þjóðernishreinsanir eru í fullum gangi. Samkvæmt samningnum á að
„afradikalisera“ Palestínumenn. Á mannamáli þýðir það að þeir mega ekki berjast fyrir rétti sínum. Yfirgangur og árásir Ísraela munu halda áfram
samkvæmt stefnu ríkisstjórnar Netanyahu og flestra stjórnmálaflokka í Ísrael. Það er lagt til í samningnum að svokölluð „Friðarnefnd“ stjórni
aðgerðum tímabundinnar bráðabirgðastjórnar. Það er enginn annar er Trump sjálfur, maðurinn sem er að rústa því sem eftir stendur af lýðræði í eigin landi og hefur fjármagnað þjóðarmorðið, sem verður þar í forsæti.

Honum til aðstoðar verður Tony Blair fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Maðurinn sem ásamt þáverandi Bandaríkjaforseta ber ábyrgð á dauða
milljón Íraka.

Samningurinn felur í sér örlitla von um að aðgerðir sem gætu bætt hag Gazabúa. Því er lofað að lífsnauðsynlegar birgðir af mat, vatni og lyfjum verði fluttar til Gaza í gegnum stofnanir Sameinuðu þjóðanna.

Viðbúið er að Ísrael, sem hefur skilgreint flóttamannahjálp SÞ, UNRWA, sem hryðjuverkasamtök, muni áfram reyna að hindra slíka flutninga því Netanyahu hefur lýst því yfir að her Ísraels fari hvergi.

Ísrael hefur ætíð brotið alla samninga sem þeir skrifa undir þegar þeir telja það sér í hag - enda friðhelgir fram að þessu. Forsætisráðherra Ísraels hefur engan hug á öðru í þetta skiptið, enda sagði hann beinum orðum að loknum fundi sínum með Trump að Ísrael hygðist ekki fallast á sjálfstætt ríki Palestínu, eða að draga herlið sitt til baka frá Gaza.

Palestínumenn standa frammi fyrir afarkostum. Fallist Hamas ekki á samningana eða reyni að fá fram breytingar, þá heldur þjóðarmorðið áfram
af meiri krafti. Trump gaf Netanyahu grænt ljós á blaðamannafundinum líkt og ríkisstjórnir Vesturlanda gerðu eftir 7. október 2023. Ennfremur
munu ríkisstjórnir Vesturlanda, sem hafa ekkert gert til þess að afstýra þjóðarmorðinu, lýsa því yfir að Hamas beri sökina á áframhaldandi þjóðarmorði.

Stjórnvöld í Ísrael segja beinum orðum í ísraelskum fjölmiðlum að þessi samningur sé blekking. Íslensk stjórnvöld mega undir engum kringumstæðum
gefa þessum áformum lögmæti. Eina lausnin er að þjóðarmorð Ísraels verði stöðvað, ráðamenn í Ísrael og þátttakendur í þjóðarmorðinu verði sóttir
til saka og að Palestína verði frjáls.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn
Heimur

Southport-morðinginn hótaði að drepa föður sinn

„Ég ber að einhverju leyti ábyrgð á þessu“
Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol
Heimur

Upprættu sjö ofbeldisfull glæpasamtök á Costa del Sol

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna
Heimur

Harrý snertir hjartastrengi þegna sinna

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér
Heimur

Barbie-áhrifavaldur fannst látinn heima hjá sér

Tvær breytingar á hópi Arnars
Sport

Tvær breytingar á hópi Arnars

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin
Heimur

Sextán ára stúlka á Gaza lætur pensilinn tala fyrir börnin

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu
Innlent

Lögreglan varar við vasaþjófum á höfuðborgarsvæðinu

Þrjú nýleg dæmi um þjófnað á greiðslukortum
Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag
Innlent

Sérsveitin áberandi á höfuðborgarsvæðinu í dag

Samkomulag Íslands við Kína í höfn
Innlent

Samkomulag Íslands við Kína í höfn

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið
Innlent

Spáir að dómsmálaráðherra víki ríkislögreglustjóra tímabundið

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot
Innlent

Árbæingur ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers
Innlent

Neyðarkallinn heiðrar minningu Sigurðar Kristófers

Loka auglýsingu