1
Peningar

Línulegt áskriftarsjónvarp Stöðvar 2 liðið undir lok

2
Pólitík

Sósíalistar rífast: „Þegiðu!“

3
Landið

Kristinn mjaðmagrindarbraut konu

4
Heimur

Farþegar og áhöfn grétu í hræðilegu flugi í Japan

5
Innlent

Gæsluvarðhaldið aftur framlengt yfir Margrét Löf

6
Minning

Magnús Þór Hafsteinsson lést í sjóslysinu

7
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Grafarvogi

8
Landið

Haukur nefbraut mann á veitingastað

9
Minning

Kristján Skagfjörð Thorarensen er fallinn frá

10
Pólitík

Miklar breytingar á lögum um fæðingarorlof samþykktar

Til baka

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu
Guðmundur Ingi er formaður Afstöðu

Mikil óvissa ríkir um hvort og hvenær nýtt fangelsi muni rísa á Stóra-Hrauni, eins og hugmyndir hafa verið um hjá stjórnvöldum.

Upphaflega var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdir á s.k. Stóra-Hrauni á Eyrarbakka (við hlið Litla-Hrauns) næmu um 7 milljörðum króna. Þær áætlanir hafa, samkvæmt nýjum upplýsingum, breyst verulega. Nú er gert ráð fyrir að kostnaður við fangelsið nemi 25,5 milljörðum króna. Í þeim áætlunum er reyndar ekki gert ráð fyrir rekstrarkostnaði fangelsisins né þeim fjölda starfa sem bæta þarf við nú þegar. Gera má ráð fyrir að sá viðbótarkostnaður nemi yfir 5 milljörðum króna. Það eru um 30 milljarðar, og hefur hækkað á rúmu einu ári um 23 milljarða!

Í nýrri fjármálaáætlun eru aðeins 5 milljarðar eyrnamerktir framkvæmdunum á Stóra-Hrauni og áður höfðu verið samþykktir 14 milljarðar í verkið. Því er ljóst að verulega vantar upp á fjármögnun fangelsisins. Þetta skapar gríðarlega óvissu um það hvort eða hvenær fangelsi að Stóra-Hrauni yrði að veruleika. 

Það vekur einnig upp spurningar um forgangsröðun í opinberum fjármálum og hvort það sé yfir höfuð forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að setja tugi milljarða í nýtt öryggisfangelsi?

Afstaða telur glapræði að setja tugi milljarða í fangelsi sem skilar engu til baka aftur til samfélagsins. Það er vanhugsað að ekki sé tryggt fjármagn til að reka fangelsið, afleikur að ekki sé horft til endurhæfingar frekar en steypu og óhyggni að hafa ekki samráð við hagaðila áður en vaðið var áfram og ákvarðanir teknar, rétt eins og var gert þegar Hólmsheiðarfangelsi var byggt.

Aðstæður í fangelsum landsins hafa réttilega verið gagnrýndar á undanförnum árum og sú gagnrýni minnkaði ekkert með tilkomu fangelsis á Hólmsheiði, sem þykir sérlega illa hannað og framkvæmdin í heild flaustursleg.

Fulltrúar Afstöðu hafa að undanförnu skoðað aðstæður í fangelsum á Norðurlöndunum, m.a. fangelsi í Finnlandi fyrir um ári síðan. Í ferðinni hittu fulltrúar Afstöðu einnig fulltrúa systursamtaka í Finnlandi; frá Aggredi og RETS.

Í nágrannalöndum okkar eru farnar einfaldari og árangursríkari leiðir til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að með dómum. Kerava fangelsið sem við heimsóttum var opnað fyrir um fjórum árum og rúmar um 130 fanga (svipað og á öllu Íslandi). Um er að ræða þrettán einingar þar sem tíu vistmenn búa í hverri einingu, auk þjónusturýmis þar sem starfsfólk hefur aðstöðu og hefur eftirlit með starfi vistmanna. 

Afstaða kynnti á fundi í dómsmálaráðuneytinu nýverið ódýrari, en mun árangursríkari úrræði. Að mati Afstöðu þurfa stjórnvöld að endurskoða áform sín ef bæta á stöðuna í fangelsismálum. Það mun bæði skila sér í skilvirkni og hagkvæmni, en það þarf að gerast strax því þetta mál þolir enga bið lengur!  Það er alveg ljóst að ef ekki verður tryggt fjármagn verður byggingin aðeins steypa með engu innihaldi og því ljóst að skoða þarf aðrar leiðir.

Afstaða hefur yfir að ráða gífurlegri þekkingu á fangelsismálum, sem félagið vill þó frekar kalla betrunarmál. Það er enda öllum til hagsbóta að dómþolar snúi aftur út í samfélagið sem betri einstaklingar. Nokkuð sem hefur frá upphafi verið baráttumál Afstöðu – nú í 20 ár. Hjá Afstöðu býr bæði þekking og innsýn inn í þennan málaflokk.

Vilji Afstöðu er, og hefur alltaf verið, að fullnusta dóma sé bæði markviss – og hagkvæm! 

Við erum tilbúin að leggja okkar lóð á þær vogaskálar, ef eftir því er kallað.

Höfundur er formaður Afstöðu

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Síðustu 22 fréttir RÚV
Menning

Aldrei aftur tíufréttir

Eftir 35 ára sögu eru síðustu seinni fréttir sjónvarpsins liðnar hjá.
Inga Sæland Mosó
Innlent

Ætla sér að þrefalda hjúkrunarrými í Mosfellsbæ

Herdís Dröfn
Peningar

Línulegt áskriftarsjónvarp Stöðvar 2 liðið undir lok

japan Airlines 2
Myndband
Heimur

Farþegar og áhöfn grétu í hræðilegu flugi í Japan

Magnús Þór Hafsteinsson
Minning

Magnús Þór Hafsteinsson lést í sjóslysinu

Jón Þröstur
Innlent

Írska lögreglan hefur yfirgefið landið

Margrét löf
Innlent

Gæsluvarðhaldið aftur framlengt yfir Margrét Löf

Akureyri
Landið

Haukur nefbraut mann á veitingastað

Ryland Headley
Heimur

92 ára Breti dæmdur fyrir nauðgun og morð

Akureyri
Landið

Kristinn mjaðmagrindarbraut konu

Inga Sæland
Pólitík

Miklar breytingar á lögum um fæðingarorlof samþykktar

Kerti
Minning

Kristján Skagfjörð Thorarensen er fallinn frá

Skoðun

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Í liðinu - Að vera þingmaður 7. kafli

Ólafur Ágúst Hraundal
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Virðing fanga mæld í excel-skjali

Sól og Katrín
Skoðun

Katrín Harðardóttir

Glimmerjátningar

Björn Leví Gunnarsson
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Langt sumarfrí Alþingis - Að vera þingmaður 6. kafli

Selma Ruth
Skoðun

Selma Ruth Iqbal

Skaðleg orðræða

Karl Héðinn
Skoðun

Karl Héðinn Kristjánsson

Mætum ekki hatri með hatri

Loka auglýsingu