
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað nýjan fulltrúa í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til að uppfylla lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
Nýr fulltrúi í stjórn verður Sigríður Ósk Bjarnadóttir, doktor í byggingarverkfræði. Hún tekur sæti Rúnars Sigurjónssonar sem verður varamaður.
Eftir breytingarnar verður stjórnin svo skipuð:
Sigurður Tyrfingsson, formaður, án tilnefningar,
Jónas Yngvi Ásgrímsson, án tilnefningar,
Oddný Árnadóttir, án tilnefningar,
Sigríður Ósk Bjarnadóttir, án tilnefningar,
Arnar Þór Sævarsson, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Til vara:
Hanna Guðmundsdóttir, án tilnefningar,
Rúnar Sigurjónsson, án tilnefningar.
Komment