1
Innlent

Páll segir Reykjavik Excursions vera „einokunarskítafyrirtæki“

2
Innlent

Hjúkrunarfræðingur dró blóð úr vandræðamanni

3
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

4
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

5
Innlent

Tónleikagestir Rottweiler hluti af sektardegi ársins

6
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

7
Innlent

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“

8
Innlent

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning

9
Heimur

Segir Vilhjálm hafa spilað lykilhlutverk í að svipta Andrési titlinum

10
Heimur

Komið í veg fyrir „mögulegt hryðjuverk“ í Bandaríkjunum

Til baka

RÚV telur sig ekki þurfa að leiðrétta umfjöllun um Ásthildi Lóu

„Fréttaumfjöllunin byggði á heimildum“

Heiðar Örn sigurfinnsson
Heiðar Örn SigurfinnssonFréttastjóri RÚV stendur þétt við bakið á undirmönnum sínum.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV telur ekki vera tilefni til þess að leiðrétta fréttaflutning Ríkisútvarpsins á fréttum um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra.

Ríkisútvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarið vegna frétta af kynferðissambandi Ásthildar Lóu Þórsdóttur við tæplega 16 ára dreng, fyrri 35 árum, þegar hún var 22 ára, en hún varð ólétt og eignaðist son. Þótti fyrsta frétt RÚV af málinu ónákvæm en þar var vitnað í lög um að „einstaklingar yngri en átján ára teljast börn, í skilningi laganna“. Þessi lög eiga ekki við tilfellið þar sem sjálfræðisaldur var hækkaður úr 16 árum í 18 árið 1997. Þá var ýjað að því í fréttinni að Ásthildur Lóa hafi gerst sek um lögbrot þar sem hún hafi verið leiðbeinandi drengsins þegar samband þeirra hófst en ekki hefur verið sannað að hún hafi verið leiðbeinandi hans. Aukreitis hélt konan sem tilkynnti málið því fram að forsætisráðuneytið hefði brotið trúnað sinn með því að gefa Ásthildi Lóu nafn sitt en þessu neitar ráðuneytið.

Aðspurður segir fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson að hann telji ekki að Ríkisútvarpið þurfi að leiðrétta fréttina.

Mannlíf sendi eftirfarandi spurningar á Heiðar Örn:
Stendur til að leiðrétta eitthvað í umfjöllun RÚV um Ásthildi Lóu Þórsdóttur? Telur fréttastofa að eitthvað hafi misfarist í fréttum ykkar um ráðherrann?

Heiðar Örn svaraði:

„Varðandi þátt Ásthildar Lóu þá hefur ekki verið talið tilefni til að leiðrétta fréttina né hefur komið fram krafa um slíkt frá henni og öðrum sem í hlut eiga. Fréttaumfjöllunin byggði á heimildum, munnlegum sem skriflegum, ásamt því að leitast var eftir að fá fram afstöðu ráðherrans til málefnisins, og gerð grein fyrir hennar afstöðu eftir að hún lá fyrir.“

Þá segir Heiðar Örn að RÚV hafi metið sem svo að umfjöllunin hafi átt fullt erindi við almenning.

„Það er jafnframt mat RÚV að umfjöllunin og upplýsingarnar sem þar komu fram hafi átt fullt erindi við almenning, en í því samhengi má jafnframt benda á að áður en að fréttin fór í loftið, og áður en raunar að starfsmenn Ríkisútvarpsins náðu að bera efnistökin undir ráðherrann, hafði hann tilkynnt um afsögn sína.“

Hvað varðar meintan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins segir Heiðar Örn að sú umfjöllun hafi byggt á orðum konunnar sem tilkynnti málið en að hlið ráðuneytisins hefði komið fram í fréttum RÚV.

„Varðandi meintan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins gagnvart þeim sem komu upplýsingunum á framfæri þá var sú umfjöllun reist á því að hlutaðeigandi kvaðst hafa verið heitinn trúnaður. Fyrir liggur að upplifun forsætisráðuneytisins er önnur samkvæmt því sem hefur komið fram og hefur verið gerð grein fyrir þeirri afstöðu í fréttum RÚV.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Grunsamlegur líkfundur við sjóinn á Kanarí
Heimur

Grunsamlegur líkfundur við sjóinn á Kanarí

Vegabréf mannsins fannst skammt frá
Ótti meðal innflytjenda í Finnlandi
Heimur

Ótti meðal innflytjenda í Finnlandi

Maldíveyjar innleiða óvenjulegt bann
Heimur

Maldíveyjar innleiða óvenjulegt bann

Lögreglan lýsir eftir fólki
Innlent

Lögreglan lýsir eftir fólki

Troðfullur bíll af flugeldum kannaður
Innlent

Troðfullur bíll af flugeldum kannaður

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“
Nærmynd
Innlent

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“

Ungir karlmenn handteknir vegna fölsunarmáls
Innlent

Ungir karlmenn handteknir vegna fölsunarmáls

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi
Heimur

Forsætisráðherra Japans segist hafa lýst yfir alvarlegum áhyggjum við Xi

23 sækjast eftir nýju embætti
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur
Landið

Selfyssingur sagður hafa stjórnað skipi skakkur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos
Heimur

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa fallið í sundlaug á Rhodos

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning
Innlent

Segir mistök ríkislögreglustjóra frekar vera ásetning

Innlent

Lögreglan lýsir eftir fólki
Innlent

Lögreglan lýsir eftir fólki

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum
Innlent

Sagður hafa klætt tíu ára barn úr buxunum

Troðfullur bíll af flugeldum kannaður
Innlent

Troðfullur bíll af flugeldum kannaður

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“
Nærmynd
Innlent

Halla og ökklabrotið örlagaríka: „Kannski var almættið þarna að grípa í taumana?“

Ungir karlmenn handteknir vegna fölsunarmáls
Innlent

Ungir karlmenn handteknir vegna fölsunarmáls

23 sækjast eftir nýju embætti
Innlent

23 sækjast eftir nýju embætti

Loka auglýsingu