1
Innlent

Sigurður Helgason er látinn

2
Pólitík

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál

3
Heimur

Fyrrverandi sérsveitarmenn Breta stíga fram og lýsa meintum stríðsglæpum

4
Heimur

Nýjasta jarðskjálftahrinan vekur ótta nærri Napólí á Ítalíu

5
Innlent

Engin tilkynning hefur borist Hopp um líkamsárás leigubílstjóra

6
Innlent

Íslenskir leikstjórar meðal kvikmyndastjarna sem birtu opið bréf í Variety og Liberation

7
Innlent

Lík fannst í sjónum á milli Engeyjar og Viðeyjar

8
Fólk

Jóhann Alfreð selur gullfallegt raðhús

9
Fólk

„Ég hélt ég myndi deyja“

10
Innlent

Ísraelar drápu 65 manns „á meðan íslenska þjóðin svaf með sælubros á vör“

Til baka

Samkeppniseftirlitið hefur rannsókn á SVEIT og Virðingu

Efling vill meina að um gervistéttarfélag sé að ræða

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar – Mynd: Efling
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður EflingarVilja ekki Virðingu
Mynd: Efling

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur í kjölfar kvörtunar Eflingar - stéttarfélags, Starfsgreinasambands Íslands og Alþýðusambands Íslands tekið Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) og gervistéttarfélagið Virðingu til formlegrar rannsóknar en greint frá þessu í fréttatilkynningu frá Eflingu.

Í henni segir að Efling, SGS og ASÍ hafi sent SKE erindi varðandi SVEIT og Virðingu þann 14. mars síðastliðinn. Þar var athygli SKE vakin á að Virðing er ekki raunverulegt stéttarfélag heldur skúffufélag stofnað af hópi atvinnurekenda í þeim tilgangi að lækka laun starfsfólks.

Afstaða Eflingar er að það geti ekki viðgengist á eðlilegum vinnumarkaði að atvinnurekendur semji við sjálfa sig um kaup og kjör starfsfólks. Slíkt sé aðför að samningsrétti verkafólks auk þess að bjóða heim óeðlilegum kjaraskerðingum.

„Efling hefur síðan í desember á síðasta ári varað félagsfólk sitt og annað starfsfólk á veitingamarkaði við svikamyllu SVEIT og Virðingar. Efling sendi jafnframt erindi til allra fyrirtækja á félagaskrá SVEIT og hvatti þau til að virða réttindi starfsfólk og standa við gerða kjarasamninga. Leiddi þetta til þess að fjöldi veitingastaða sagði sig úr SVEIT og aðrir lýstu gervikjarasamninginn við Virðingu sér óviðkomandi.

Þá hefur Efling birt opinberlega upplýsingar um augljósar tengingar milli SVEIT og Virðingar og um þær kjaraskerðingar sem svonefndur kjarasamningur þessara aðila felur í sér. Einnig hefur Efling sent erindi varðandi Virðingu og SVEIT til opinberra eftirlitsstofnana á borð við Persónuvernd og Vinnumálastofnun. Þá hefur félagið vakið athygli alþjóðlegra móðurfyrirtækja Subway og Hard Rock Cafe á starfsháttum íslensku fyrirtækjanna sem starfa undir nöfnum þessara keðja hérlendis.

Þá hefur Efling sent erindi til allra opinberra stofnana sem hafa átt í viðskiptum viðaðildarfyrirtæki SVEIT og hvatt þær til að beina viðskiptum sínum að veitingafyrirtækjum sem virða réttindi starfsfólks og leikreglur vinnumarkaðarins til fulls.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Kanslari Þýskalands
Heimur

Þýskaland stefnir á að hafa „sterkasta hefðbundna herinn í Evrópu“

jóhann alfreð
Fólk

Jóhann Alfreð selur gullfallegt raðhús

Lúsmý
Landið

Hlýindi í maí kunna að hafa vakið lúsmý til lífs á Austurlandi

Milorad Dodik
Heimur

Litháen refsar leiðtoga Bosníu-Serba

Hallgrímskirkja
Innlent

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni

Diego
Landið

Mála Silfurtorg á Ísafirði í litum trans fánans

palli-palestina
Innlent

Páll Óskar flytur ávarp á samstöðufundi fyrir Palestínu

stefan-jongnarr
Pólitík

Jón Gnarr afþakkar boð í Spursmál