
Egill Helgason segir Vladimir Pútín og Benjamin Netanyahu tikka í öll box sem söguleg illmenni.
Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason skrifaði í gærkvöldi Facebook-færslu sem vakti athygli en þegar þetta er ritað hafa yfir 300 manns líkað við hana. Í færslunni segist Egill hafa haldið að tími illmenna væri lokið í sögunni, vegna þess upplýsingaflæðis sem nú er allt umlykjandi, sem afhjúpar grimmdarverk og koma þannig í veg fyrir þau. Telur hann upp nokkra af verstu illmenni sögunnar og segir að lokum að Pútin Rússlandsforseti og Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, eigi því miður heima í sama hópi.
Hér má sjá færsluna:
„Um skeið hélt maður (og vonaði) að tíma illmenna í sögunni væri eiginlega lokið. Kannski vegna þess að allt upplýsingaflæðið í heiminum myndi afhjúpa grimmdarverk - og koma í veg fyrir þau. Manna eins og Stalíns, Leníns, Hitlers, Mussolini, Maós, Francos, Pinochets sem ennþá lifðu eða voru í fersku minni þegar ég var að alast upp. Því miður - og auðvitað - varð það ekki raunin. Þessir tveir virðast t.d. tikka í öll boxin.“
Komment