
Illugi Jökulsson segir sægreifunum að skammast sín fyrir „hlálegt vælið“ í þeim.
„Eru það ekki tíu milljarðar sem hækkun veiðigjalda/leiðrétting mun kosta sægreifana sameiginlega?“ Þannig hefst færsla fjölmiðlamannsins Illuga Jökulsson sem hann birti í morgun á Facebook. Í næstu orðum kallar Illugi umkvartanir talsmanna sjávarútvegsfyrirtækjanna „hlálegt væl.“
„Nú þegar ku vera búið að laga það í frumvarpi Hönnu Katrínar sem hefði hugsanlega getað orðið óþarflega erfitt fyrir minnstu sjávarútvegsfyrirtækin, þá finnst mér nú satt að segja heldur hlálegt vælið í sægreifunum og auglýsingafyrirtækjum þeirra, bæði á þingi og annars staðar.“
Illugi segir að lokum að sægreifarnir ættu hreinlega að skammast sín og biður lesendur sína um að deila færslunni, séu þeir sammála honum.
„Þetta er lág upphæð miðað við gróða þeirra undanfarin ár og þá ekki síður hvernig samfélagið hefur ævinlega hlaðið undir þá. Já, reyndar finnst mér þeir ættu bara að skammast sín! - Endilega deilið ef þið eruð sammála því.“
Komment