
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún varar við söluauglýsingu á gámi sem er á fjölda sölusíðna inn á Facebook, þar á meðal inn á Húsgögn til sölu – Furniture for sale, Sunnlendingar með til sölu eða gefins, Bílaendursalan Ódýrir bílar til sölu 0 til 500 þúsund, Dekkjamarkaðurinn, Lottan Akureyri – Vörur til sölu og Þjónusta við íbúa Suðurnesja.
Gámurinn er sagður vera 20 feta og einangraður, söluverðið nemur kr. 300.000 m/vsk. og afhendingu.
Söluaðili sendir kaupanda reikning frá fyrirtæki sem er málinu óviðkomandi og setur bankaupplýsingar einstaklings sem móttekur fjármunina inn á sölureikninginn. Gámurinn er svo í framhaldinu ekki afhentur kaupanda.
Lögreglan hefur þegar móttekið fimm mál síðustu vikuna þar sem fjármunir kaupanda hafa tapast.
Komment