Eitt dýrasta hús landsins, miðað við fermetra, er til sölu á Seltjarnarnesi en það er Neströð 7.
Húsið er 221.8m² að stærð en eigendur þess vilja fá 340.000.000 krónur fyrir það. Um er að ræða einbýlishús á einni hæð, sem er hannað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er með stóru alrými, rúmgóðu eldhúsi, tveimur baðherbergjum og þremur svefnherbergjum.
Stór og rúmgóður tvöfaldur bílskúr fylgir með en húsið stendur á 1.595 m² eignarlóð.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment