1
Innlent

Eldri kona í Árbænum flutt á bráðamóttökuna

2
Heimur

Tveimur konum bjargað úr sjónum á Tenerife

3
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

4
Heimur

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“

5
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

6
Fólk

Daníel Alvin og Birta gengin í það heilaga

7
Heimur

Áður óbirt myndefni af Jay Slater sýnd í nýrri heimildarmynd

8
Landið

FSu fær höfðinglega gjöf frá Johan Rönning

9
Landið

Lagt hald á sex kíló af kókaíni

10
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

Til baka

Siggi hakkari birtir meintar leyniupptökur af samtali sínu við Grím Grímsson

Í samtali við Frosta Logason færir síbrotamaðurinn Siggi hakkari fram nýjar ásakanir og birtir upptöku.

Siggi hakkari
Siggi hakkariSíbrotamaðurinn er nýjasti gestur Frosta Logasonar.
Mynd: YouTube-skjáskot

Síbrotamaðurinn Sigurður Þórðarson eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður heldur því fram í nýju viðtali Á spjalli með Frosta Logasyni í Brotkastinu, að starfsfólk sérstaks saksóknara hafi beðið hann um að safna gögnum og afrita upplýsingar úr tölvukerfum ýmissa fyrirtækja á árunum eftir hrun, án þess að slíkar aðgerðir hefðu verið heimilaðar með dómsúrskurði, að því er fram kemur í frétt Nútímans. Hann segir að megnið af þeim gögnum sem fjallað var um í Kveiksþætti um njósnir Jóns Óttars Ólafssonar og meðeiganda hans í félaginu PPP sf, hafi komið frá honum. Jón Óttar staðhæfði nýlega í viðtali við Frosta í Brotkasti að sjálfur héraðssaksóknarinn og sérstaki saksóknarinn Ólafur Þór Hauksson, hefði lekið gögnunum í Kveik, án þess að færa nokkrar sönnur á mál sitt.

Siggi hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum og verið dæmdur fyrir margvíslegar blekkingar. Fram hefur komið í fréttum að hann var greindur með siðblindu af geðlækni árið 2014, vegna sakamálarannsóknar. Hann hefur sett sig í samband við fjölmiðla undanfarið og hefur sent meðlimum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis bréf, öllum nema þingmanninum Grími Grímssyni.

„Ég tel það afar brýnt að nefndin fái að heyra mína hlið málsins, þar sem meginhluti þeirra gagna sem síðan voru seld frá embætti sérstaks saksóknara átti upphaf sitt hjá mér,“ segir hann í bréfinu.

Þá boðar hann frásögn af „núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk núverandi starfsmanna Ríkissaksóknara, Héraðssaksóknara, sem og starfsmanna þáverandi embættis sérstaks saksóknara.“

Siggi segir frá því að þegar hann síðar var kærður og handtekinn, grunaður um að hafa stolið gögnum frá fjárfestingarfélaginu Milestone, hafi hann átt fund með Grími Grímssyni, sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérstökum saksóknara, þar sem rætt hafi verið hvernig skipuleggja mætti yfirheyrslur þannig að samstarf þeirra kæmist ekki upp, samkvæmt frásögn Sigga. Þá heldur hann því fram í viðtalinu við Frosta Logason að embættismenn hjá sérstökum saksóknara hafi veitt honum óformlegt loforð um að kæran vegna meint þjófnaðarins yrði aldrei látin ná fram að ganga.

Í viðtalinu er upptaka spiluð þar Siggi ræðir við, að því er fullyrt í þættinum, Grím Grímsson, þáverandi lögreglumann. „Þá var þessi opinberi rannsóknaraðili, sérstakur saksóknari að fá sautján ára strák út í bæ til þess að í raun og veru brjótast inn í einkafyrirtæki og afrita gögn?“ spyr Frosti í myndskeiði sem sýnt er á YouTube. Siggi játar glaðhlakkalega. Brot er síðan spilað úr upptöku Sigga.

Siggi hakkari hefur í gegnum tíðina verið ítrekað dæmdur fyrir kynferðisbrot og auðgunarbrot. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot á níu piltum og fyrir umfangsmikil fjársvik. Hann var dæmdur árið 2014 í tveggja ára fangelsi fyrir, fundinn sekur um að hafa svikið vörur og pening frá fjölda fyrirtækja og einstaklinga, meðal annars frá Hagkaup, Nýherja, Atlantsolíu, Smáralind og Brimborg. Hann var dæmdur til að endurgreiða um 15 milljónir króna. Stærstan hluta þurfti hann að endurgreiða WikiLeaks, eða um 7 milljónir króna. Sigurður lauk afplánun í júní 2016. Sömuleiðis varð Siggi lykilvitni í máli bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann játaði síðar að frásagnir hans væru ekki allar á rökum reistar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Lagt hald á sex kíló af kókaíni
Landið

Lagt hald á sex kíló af kókaíni

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi
Peningar

Airpods Pro 3 kosta 40 prósent meira á Íslandi

Fangar ánægðir með Jóa Fel
Fólk

Fangar ánægðir með Jóa Fel

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu
Heimur

Allsherjarverkfall vegna Gaza lamar Ítalíu

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott
Landið

Hjörtur dæmdur fyrir peningaþvott

Tónlist Bjarkar gerð óaðgengileg fyrir Ísraela
Innlent

Tónlist Bjarkar gerð óaðgengileg fyrir Ísraela

Alþjóðlegir nemendur kalla eftir tafarlausum úrbótum hjá HÍ og Útlendingastofnun
Innlent

Alþjóðlegir nemendur kalla eftir tafarlausum úrbótum hjá HÍ og Útlendingastofnun

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ
Myndir
Fólk

Framkvæmdastjóri Olís selur í Garðabæ

Björn braut rúðu í lögreglubíl með höfðinu
Innlent

Björn braut rúðu í lögreglubíl með höfðinu

Segir viðurkenning Breta á Palestínu hylmingu yfir meðábyrgð í þjóðarmorði
Heimur

Segir viðurkenning Breta á Palestínu hylmingu yfir meðábyrgð í þjóðarmorði

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“
Heimur

Síðustu skilaboð Jay Slater opinberuð: „Ég mun ekki ná þessu“

Innlent

Eldri kona í Árbænum flutt á bráðamóttökuna
Innlent

Eldri kona í Árbænum flutt á bráðamóttökuna

Tónlist Bjarkar gerð óaðgengileg fyrir Ísraela
Innlent

Tónlist Bjarkar gerð óaðgengileg fyrir Ísraela

Alþjóðlegir nemendur kalla eftir tafarlausum úrbótum hjá HÍ og Útlendingastofnun
Innlent

Alþjóðlegir nemendur kalla eftir tafarlausum úrbótum hjá HÍ og Útlendingastofnun

Björn braut rúðu í lögreglubíl með höfðinu
Innlent

Björn braut rúðu í lögreglubíl með höfðinu

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna
Innlent

Amelía Rose truflaði ekki Landhelgisgæsluna

Loka auglýsingu