1
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

2
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

3
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

4
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

5
Pólitík

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

6
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

7
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

8
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

9
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Til baka

Siggi hakkari birtir meintar leyniupptökur af samtali sínu við Grím Grímsson

Í samtali við Frosta Logason færir síbrotamaðurinn Siggi hakkari fram nýjar ásakanir og birtir upptöku.

Siggi hakkari
Siggi hakkariSíbrotamaðurinn er nýjasti gestur Frosta Logasonar.
Mynd: YouTube-skjáskot

Síbrotamaðurinn Sigurður Þórðarson eða Siggi hakkari eins og hann er kallaður heldur því fram í nýju viðtali Á spjalli með Frosta Logasyni í Brotkastinu, að starfsfólk sérstaks saksóknara hafi beðið hann um að safna gögnum og afrita upplýsingar úr tölvukerfum ýmissa fyrirtækja á árunum eftir hrun, án þess að slíkar aðgerðir hefðu verið heimilaðar með dómsúrskurði, að því er fram kemur í frétt Nútímans. Hann segir að megnið af þeim gögnum sem fjallað var um í Kveiksþætti um njósnir Jóns Óttars Ólafssonar og meðeiganda hans í félaginu PPP sf, hafi komið frá honum. Jón Óttar staðhæfði nýlega í viðtali við Frosta í Brotkasti að sjálfur héraðssaksóknarinn og sérstaki saksóknarinn Ólafur Þór Hauksson, hefði lekið gögnunum í Kveik, án þess að færa nokkrar sönnur á mál sitt.

Siggi hefur ítrekað verið staðinn að ósannindum og verið dæmdur fyrir margvíslegar blekkingar. Fram hefur komið í fréttum að hann var greindur með siðblindu af geðlækni árið 2014, vegna sakamálarannsóknar. Hann hefur sett sig í samband við fjölmiðla undanfarið og hefur sent meðlimum í stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis bréf, öllum nema þingmanninum Grími Grímssyni.

„Ég tel það afar brýnt að nefndin fái að heyra mína hlið málsins, þar sem meginhluti þeirra gagna sem síðan voru seld frá embætti sérstaks saksóknara átti upphaf sitt hjá mér,“ segir hann í bréfinu.

Þá boðar hann frásögn af „núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, auk núverandi starfsmanna Ríkissaksóknara, Héraðssaksóknara, sem og starfsmanna þáverandi embættis sérstaks saksóknara.“

Siggi segir frá því að þegar hann síðar var kærður og handtekinn, grunaður um að hafa stolið gögnum frá fjárfestingarfélaginu Milestone, hafi hann átt fund með Grími Grímssyni, sem starfaði hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sérstökum saksóknara, þar sem rætt hafi verið hvernig skipuleggja mætti yfirheyrslur þannig að samstarf þeirra kæmist ekki upp, samkvæmt frásögn Sigga. Þá heldur hann því fram í viðtalinu við Frosta Logason að embættismenn hjá sérstökum saksóknara hafi veitt honum óformlegt loforð um að kæran vegna meint þjófnaðarins yrði aldrei látin ná fram að ganga.

Í viðtalinu er upptaka spiluð þar Siggi ræðir við, að því er fullyrt í þættinum, Grím Grímsson, þáverandi lögreglumann. „Þá var þessi opinberi rannsóknaraðili, sérstakur saksóknari að fá sautján ára strák út í bæ til þess að í raun og veru brjótast inn í einkafyrirtæki og afrita gögn?“ spyr Frosti í myndskeiði sem sýnt er á YouTube. Siggi játar glaðhlakkalega. Brot er síðan spilað úr upptöku Sigga.

Siggi hakkari hefur í gegnum tíðina verið ítrekað dæmdur fyrir kynferðisbrot og auðgunarbrot. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot á níu piltum og fyrir umfangsmikil fjársvik. Hann var dæmdur árið 2014 í tveggja ára fangelsi fyrir, fundinn sekur um að hafa svikið vörur og pening frá fjölda fyrirtækja og einstaklinga, meðal annars frá Hagkaup, Nýherja, Atlantsolíu, Smáralind og Brimborg. Hann var dæmdur til að endurgreiða um 15 milljónir króna. Stærstan hluta þurfti hann að endurgreiða WikiLeaks, eða um 7 milljónir króna. Sigurður lauk afplánun í júní 2016. Sömuleiðis varð Siggi lykilvitni í máli bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Hann játaði síðar að frásagnir hans væru ekki allar á rökum reistar.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Árni Viljar Árnason
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

„Við erum friðarher“
Putin
Heimur

Rússneskir embættismenn og háttsettir stjórnendur falla eins og flugur

Hildur Sverrisdóttir
Pólitík

„Hvað er að gerast á Alþingi?“

Hraðbrautin á Tenerife
Heimur

Maður lést þegar hann varð fyrir fjölda bíla á Tenerife

Stella Thompson
Myndband
Heimur

Þrettán ára stúlka lýsir skelfilegri reynslu í flóðunum í Texas

Alþingi í alla nótt
Pólitík

Sigmundur Davíð talaði fyrir tómum þingsal í nótt

Israel Katz varnarmálaráðherra Ísraels og Benjamin Netanyahu
Heimur

Ísraelar kynna lokalausn fyrir Gaza-búa

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Árás Rússa
Heimur

Rússar segjast hafa náð fótfestu í nýju úkraínsku héraði

Þórarinn Ingi Pétursson
Pólitík

Segir að Þórarinn ætti að skammast sín fyrir dómsdagsþvaður á þingi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Jeffrey Epstein
Heimur

Fangelsismyndband sagt staðfesta sjálfsvíg Epstein

Jóhann Páll ráðherra
Landið

Leggur til að Garpsdalur fari í orkunýtingarflokk rammaáætlunar

Innlent

Árni Viljar Árnason
Innlent

Árni Viljar rak ísraelska hermenn af skemmtistað í Reykjavík

„Við erum friðarher“
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
Innlent

Segir að samkvæmt sýknudómi Landsréttar „afsali allir blaðamenn sér réttinum til einkalífs“

Árekstur
Innlent

Þó nokkur viðbúnaður eftir árekstur á Sundlaugavegi

Lögreglurmaður
Innlent

Áhugi á lögreglufræðum eykst og metfjöldi nýnema sækir um

Meint jarðsprengja
Innlent

Landhelgisgæslan kölluð út vegna meintrar jarðsprengju

Sveinn Rúnar Hauksson
Innlent

„Þrír af hverjum fjórum sem Ísraelsher hefur drepið eru konur og börn“

Loka auglýsingu