Ísland átti ekki miklum erfiðleikum að sigra Aserbaídsjan í undankeppni HM karla í fótbolta.
Leikurinn fór fram Neftci Arena-vellinum í Bakú og stjórnaði Íslandi leiknum að nánast öllu leyti. Ísland komst yfir með marki Alberts Guðmundssonar á 20 mínútu eftir sendingu frá Ísaki Bergmann. 20 mínútum síðar bætti Sverrir Ingi Ingason marki við markafjöldann með skalla eftir aukaspyrnu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni.
Ísland náði að skora sér fleiri ágætis færi og hefðu sanngjörn úrslit sennilega verið 0 - 4 sigur Íslands en inn vildi boltinn ekki. Aserbaídsjan náði ekki að skapa sér mörg færi en liðið hefði mögulegt átt að ná að skora eitt mark en Elías í marki Íslands náði að verja vel.
Einkunnir leikmanna
Elías Rafn Ólafsson - 7
Guðlaugur Victor Pálsson - 6
Sverrir Ingi Ingason - 7
Daníel Leó Grétarsson - 7
Mikael Egill Ellertsson - 6
Jóhann Berg Guðmundsson - 7
Ísak Bergmann Jóhannesson - 7
Hákon Arnar Haraldsson - 6
Kristian Nökkvi Hlynsson - 7
Albert Guðmundsson - 7 - Maður leiksins
Andri Lucas Guðjohnsen - 6
Leikmenn sem komu inná
Jón Dagur Þorsteinsson - 6
Brynjólfur Willumsson - 6
Daníel Tristan Guðjohnsen - 6
Stefán Teitur Þórðarson - Spilaði ekki nóg
Gísli Þórðarson - Spilaði ekki nóg


Komment