
Tekur við sem forstjóriGuðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra og Sigurbjörg Fjölnisdóttir
Mynd: Stjórnarráðið
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Sigurbjörgu Fjölnisdóttur í embætti forstjóra Ráðgjafar- og greiningarstöðvar til fimm ára frá 1. desember næstkomandi en þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórnarráðinu.
„Sigurbjörg hefur starfað sem sviðsstjóri velferðarsviðs hjá Mosfellsbæ frá árinu 2020 en hún hefur einnig starfað bæði sem deildarstjóri stuðningsþjónustu og forstöðumaður hjá Reykjavíkurborg auk annarra starfa,“ segir í tilkynningunni.
„Sigurbjörg er með Cand.Psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla. Hún lauk grunnnámi í sálfræði.“
Alls sóttu sex um embættið.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment