
Mynd: Shutterstock
Sigurður Ólafsson menntaskólakennari er látinn. Hann var 74 ára gamall en Morgunblaðið greinir frá andláti hans.
Sigurður fæddist árið 1951 í Reykjavík en hann ólst upp á Akureyri og gekk í Menntaskólann á Akureyri. Þegar hann kláraði MA fór hann í Háskóla Íslands þar sem hann lærði heimspeki og þjóðfélagsfræði en flutti svo til Danmerkur þar sem hann bjó í 16 ár. Þar nam hann heimspeki og hugmyndasögu og lauk þaðan BA-prófi 1980 og cand.phil. árið 1981.
Hann flutti aftur til Íslands árið 1989 og kenndi í fimm ár við Framhaldsskólann á Húsavík en færði svo yfir í MA þar sem hann kenndi til 2018. Einnig kenndi hann listasögu við Háskólann á Akureyri.
Sigurður lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment