1
Fólk

Jóhanna Guðrún gerði kaupmála við eiginmanninn

2
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

3
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

4
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

5
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

6
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

7
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

8
Innlent

Grunsamlegar mannaferðir í Árbænum

9
Pólitík

Björn Leví hefur trú á Sjálfstæðisflokknum

10
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Til baka

Sigurgeir syndir yfir Ermasundið

Safnar fyrir húsnæði Píeta samtakanna

Sundkappinn
Sigurgeir SvanbergssonSigurgeir ætlar sér stóra hluti
Mynd: Aðsend

Sigurgeir Svanbergsson, íslenskur sjósundkappi, leggur í nótt að stað í eina erfiðustu sjósundsleið heims – yfir Ermasundið, frá Dover á suðurströnd Englands yfir til Calais í Frakklandi. Sundið er liður í fjáröflun fyrir Píeta samtökin, sem ætla að kaupa eigið húsnæði fyrir starfsemi sína.

Sigurgeir
Sigurgeir SvanbergssonSigurgeir syndir fyrir Píeta samtökin
Mynd: Aðsend

Sigurgeir hyggst hefja sundið aðfaranótt laugardags 19. júlí, um klukkan 01:00 að breskum tíma. Formlega er leiðin rúmlega 34 kílómetrar, en vegna hafstrauma og veðuraðstæðna getur raunveruleg vegalengd orðið mun lengri. Áætlaður sundtími er um 20 klukkustundir.

Sigurgeir Svanbergsson
Sigurgeir SvanbergssonÁætlaður sundtími eru 20 klukkustundir
Mynd: Aðsend

Með í för er sjósundskonan Sigrún Þuríður Geirsdóttir, sem árið 2015 varð fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermasundið. Hún gegnir hlutverki liðsstjóra teymis Sigurgeirs í ferðinni. Sigrún synti sjálf sundið á 22 klukkustundum og 34 mínútum og synti þá samtals 62,7 kílómetra. Eiginmaður hennar, Jóhannes Jónsson, sem gerði heimildamyndina „Þegiðu og syntu!“ um sund Sigrúnar, fylgir einnig hópnum.

Sigurgeir Svanbergsson
Sigurgeir sundkappiSigurgeir í góðum félagsskap
Mynd: Aðsend

Sundið er mikið þrekvirki og Sigurgeir mun þurfa að glíma við bæði mikinn straum, skipaumferð og jafnvel marglyttur á leið sinni yfir Ermarsundið. Með sundinu vill hann vekja athygli á mikilvægi forvarnastarfs Píeta samtakanna, sem sinna einstaklingum í sjálfsvígshættu og aðstandendum þeirra.

Hægt er að fylgjast með sundinu í beinni:

Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta gert það á ýmsa vegu:

  • Símtöl/SMS:
    • 905-5501 → 1.000 kr.
    • 905-5503 → 3.000 kr.
    • 905-5505 → 5.000 kr.
    • 905-5510 → 10.000 kr.
  • Netstyrkur: pieta.is/ermasund-styrkja
  • Bankastyrkur:
    • Reikningur: 0301-26-041041
    • Kennitala: 410416-0690
  • AUR appið:
    • Notandanafn: @pieta
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu
Myndir
Fólk

Tilkomumikið einbýli í Mosfellsbæ á sölu

Stendur á stórri lóð á frábærum stað
Íslenskur landi fær gull í Las Vegas
Landið

Íslenskur landi fær gull í Las Vegas

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta
Myndband
Heimur

Áhorfendur bauluðu á Bandaríkjaforseta

Stjörnulögfræðingur vill flytja
Fólk

Stjörnulögfræðingur vill flytja

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð
Heimur

Ísrael heldur áfram að takmarka aðstoð

Féll niður brekku á Kanarí og lést
Heimur

Féll niður brekku á Kanarí og lést

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku
Fólk

Reynir lenti í lífsháska á hæsta fjalli Afríku

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð
Pólitík

Frammistaða Sigmundar Davíðs illa séð

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt
Peningar

Íslenskur auðjöfur segist hafa borgað alltof mikið í skatt

Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum
Innlent

Alexander tekinn með hníf, sveppi og glás af peningum

Hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás
Boða nýjung í málefnum ungmenna
Innlent

Boða nýjung í málefnum ungmenna

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag
Innlent

Lokaði fáklædda eiginkonu sína úti á svölum á nýársdag

Sigríður Björk lætur af embætti
Innlent

Sigríður Björk lætur af embætti

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári
Innlent

Enski boltinn orðinn 65% dýrari á einu ári

Loka auglýsingu