
Sigurgeir Svanbergsson, íslenskur sjósundkappi, leggur í nótt að stað í eina erfiðustu sjósundsleið heims – yfir Ermasundið, frá Dover á suðurströnd Englands yfir til Calais í Frakklandi. Sundið er liður í fjáröflun fyrir Píeta samtökin, sem ætla að kaupa eigið húsnæði fyrir starfsemi sína.

Sigurgeir hyggst hefja sundið aðfaranótt laugardags 19. júlí, um klukkan 01:00 að breskum tíma. Formlega er leiðin rúmlega 34 kílómetrar, en vegna hafstrauma og veðuraðstæðna getur raunveruleg vegalengd orðið mun lengri. Áætlaður sundtími er um 20 klukkustundir.

Með í för er sjósundskonan Sigrún Þuríður Geirsdóttir, sem árið 2015 varð fyrsta íslenska konan til að synda yfir Ermasundið. Hún gegnir hlutverki liðsstjóra teymis Sigurgeirs í ferðinni. Sigrún synti sjálf sundið á 22 klukkustundum og 34 mínútum og synti þá samtals 62,7 kílómetra. Eiginmaður hennar, Jóhannes Jónsson, sem gerði heimildamyndina „Þegiðu og syntu!“ um sund Sigrúnar, fylgir einnig hópnum.

Sundið er mikið þrekvirki og Sigurgeir mun þurfa að glíma við bæði mikinn straum, skipaumferð og jafnvel marglyttur á leið sinni yfir Ermarsundið. Með sundinu vill hann vekja athygli á mikilvægi forvarnastarfs Píeta samtakanna, sem sinna einstaklingum í sjálfsvígshættu og aðstandendum þeirra.
Hægt er að fylgjast með sundinu í beinni:
- Instagram: @til_hvers_ad_sigla
- Facebook: Til hvers að sigla?
- Píeta samtökin á Facebook: facebook.com/pietasamtokin
Þeir sem vilja styrkja verkefnið geta gert það á ýmsa vegu:
- Símtöl/SMS:
- 905-5501 → 1.000 kr.
- 905-5503 → 3.000 kr.
- 905-5505 → 5.000 kr.
- 905-5510 → 10.000 kr.
- 905-5501 → 1.000 kr.
- Netstyrkur: pieta.is/ermasund-styrkja
- Bankastyrkur:
- Reikningur: 0301-26-041041
- Kennitala: 410416-0690
- Reikningur: 0301-26-041041
- AUR appið:
- Notandanafn: @pieta
Komment