
Eitthvað mikið bjátar á innan Samfylkingarinnar og í raun hægt að tala um fyrsta alvöru krísuástandið innan flokksins síðan Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum.
Vandamál flokksins tengjast þó ekki forsætisráðherranum vinsæla nema með óbeinum hætti. Það eru frambjóðendurnir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, og Pétur Hafliði Marteinsson, fjárfestir og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, sem hreinlega ekki geta opnað munninn á sér án þess að missa út úr sér einhverja algjöra steypu, sem kannski er viðeigandi að einhverju leyti fyrir Pétur í ljósi vandræða hans. Staðan er 3-3 og eru öll mörkin sjálfsmörk.
Þar að auki er baráttan milli stríðandi fylkinga orðin súr og þarf að einhvers konar inngrip, helst frá formanninum sjálfum, ef flokkurinn ætlar að halda velli í komandi borgarstjórnarkosningum ...

Komment