
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logar stafna í milli vegna uppstillingar á lista flokksins. Fyrir liggur að Hildur Björnsdóttir leiðtogi vill losna við sem flesta af listanum en vandinn er sá að allir vilja halda áfram og hún hefur ekki afl til þeirra hreinsana. Talið er að hún muni að hámarki losna við tvo af þeim fimm sem eru til staðar.
Líklegastir á höggstokkinn þar eru Björn Gíslason og Kjartan Magnússon. Aftur á móti þykir víst að Marta Guðjónsdóttir muni standa af sér atlöguna sem og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir. Marta nýtur þess að eiga góða að í kjörnefndinni þar sem vinkona hennar Bessý Jóhannsdóttir er fyrir.
Sjálfstæðisflokkurinn glímir við mikinn atgervisflótta yfir í Miðflokkinn. Innan kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins er talið nauðsynlegt að setja undir spekilekann og stöðva flóttann. Sú hugmynd er því uppi að virkja öfgahægrið og setja hinn atvinnulausa Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann, í annað sætið og ýta Ragnhildi Öldu nauðugri niður. Til þrautavara er Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi stjórnarformaður Play, nefndur til sögu en hann hefur líkt og Brynjar verið á hrakhólum með atvinnu ...
Komment