1
Pólitík

Segir Guðrúnu vilja reka Hildi Sverrisdóttur sem þingsflokksformann

2
Peningar

Hneykslast á verðmun á Íslandi og Danmörku

3
Heimur

Karlmaður lést eftir sýruárás

4
Heimur

18 ára íþróttamaður lét lífið í hörðum árekstri

5
Innlent

Þórdís yfirgefur Sýn

6
Heimur

Ísraelskir hermenn skellihlæja að kynjaafhjúpun í sprengingu

7
Pólitík

Halla, Þorgerður og Alma fara til Svíþjóðar

8
Peningar

Thelma Lind og Óskar fengu fyrsta barnaboxið frá Bónus

9
Heimur

Söngkona Garbage kallar þjóðarmorð Ísraela „viðbjóðslegasta glæp aldarinnar“

10
Innlent

Skyndimótmæli boðuð fyrir ríkisstjórnarfund

Til baka

Skyndimótmæli boðuð fyrir ríkisstjórnarfund

„Ræður og yfirlýsingar skipta Ísrael engu“

Frá mótmælendum stuðningsmanna Palestínu.
Ljósmynd: Askur Hrafn Hannesson
MótmæliFrá fyrri mótmælum félagsins

Félagið Ísland-Palestína hefur boðað til skyndimótmæla við ríkisstjórnarfund, á morgun 6. maí.

Í ljósi þess að Ísrael hafi tilkynnt um áætlanir sínar um innlimun Gaza og að ríkisstjórn Benjamins Netanyahu hafi ákveðið að kalla til tugþúsundir varaliðshermanna fyrir komandi voðaverk, hefur Félagið Ísland-Palestína boðað til skyndimótmæla á morgun klukkan 8:45, á Hverfisgötu 4, þar sem ríkisstjórnin mun funda. Á mótmælunum verður þess krafist að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra bregðist við nýjustu vendingum þjóðarmorðsins sem Ísraelar eru að fremja.

Segir í texta félagsins í viðburðarlýsingu mótmælanna á Facebook að nú sé kominn tími á að hætta að tala og nú þurfi að láta verkin tala og „grípa til alvöru aðgerða“.

Hér má sjá viðburðarlýsinguna í heild sinni:

„Ísrael hefur tilkynnt um áætlanir sínar um að innlima Gaza og kallað til tugþúsundir varaliðshermanna. Tíminn er á þrotum til að stöðva þjóðernishreinsanir og verstu stríðsglæpi samtímans. Við mótmælum því fyrir utan ríkisstjórnarfund þriðjudaginn 6.maí kl 8:45 og hvetjum almenning til að senda póst á utanríkisráðherra og krefjast þess að brugðist sé við!

Haft var eftir Þorgerði Katrínu í vikunni að Ísland muni “grípa öll þau tækifæri og nota öll þau tækifæri sem að geta leitt til þess að Ísraelar sjái að sér og hleypi að neyðaraðstoð á þetta erfiða svæði.“ Við krefjumst þess að staðið sé við þessi orð og gripið til aðgerða. Ræður og yfirlýsingar skipta Ísrael engu. Ef stjórnvöld vilja raunverulega leggja sitt á vogarskálarnar til að stöðva helför Ísraels í Palestínu verða þau að grípa til alvöru aðgerða líkt og þau hafa lofað:

- Fordæma með öllum ráðum aðgerðir Ísraela sem er ekkert nema helför gegn fólkinu á Gaza, sem sveltur undir sprengjuregni og á nú að ráðast á að auki til að flýta þjóðernishreinsunum
- Tala opinberlega fyrir alþjóðlegu viðskipta- og vopnasölubanni á hendur Ísrael þar til hernáminu í Palestínu lýkur. Án stöðugra vopnasendinga frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og öðrum NATÓ löndum hefði Ísrael þurft að stöðva árásir sínar á Gaza í október 2023.
- Berjast fyrir því að hjálpargögn komist inn á Gaza. Þar ríkir hungursneyð og börn og fullorðnir eru vannærð og svelta. Allar þvingunaraðgerðir gagnvart Ísrael eru réttlætanlegar við þessar aðstæður til að koma hjálpargögnum inn á Gaza.
- Tala fyrir því á alþjóðavettvangi að Ísrael verði einangrað á alþjóðavettvangi þar til hernáminu og stríðsglæpunum lýkur.
- Styðja formlega kæru Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á sáttmála SÞ gegn þjóðarmorði.

RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS ÞARF AÐ GRÍPA TIL ÞEIRRA AÐGERÐA SEM HÚN HEFUR LOFAÐ - STRAX. GAZA GEFST EKKI UPP - VIÐ GEFUMST EKKI UPP!“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Komment


Götunes
Landið

Sögulegur kolmunnafarmur landaður á Fáskrúðsfirði

Illmenni
Innlent

Segir Pútín og Netanyahu í sama hópi og Hitler og Mussolini

Kerti
Minning

Gunn­laug­ur Claessen er fallinn frá

Jóhann Páll Jóhannsson
Pólitík

Jóhann Páll minnist þeirra sem látist hafa í snjóflóðum

AFP__20250505__44J22U8__v4__HighRes__TopshotBritainRoyalsWwiiHistoryAnniversary
Heimur

Bretland hefur fjögurra daga hátíðahöld til að minnast 80 ára frá lokum síðari heimsstyrjaldar

Grikkland hlaupahjól
Heimur

Borgarstjóri Aþenu segir rafhlaupahjól vera til ama

Shirley Manson
Heimur

Söngkona Garbage kallar þjóðarmorð Ísraela „viðbjóðslegasta glæp aldarinnar“