Piotr Mijal hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Reykjaness en dómur þess efnis birtist fyrir stuttu.
Mijal var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa sunnudaginn 25. maí 2025 ráðist með ofbeldi á mann, þar sem hann sat í ökumannssæti bifreiðar, með því að hafa, í gegnum opinn glugga á ökumannshurð, slegið hann í höfuðið, allt með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut roða og eymsli á hægri kinn.
Árásarmaðurinn játaði brot sitt en hann hafði ekki brotið af sér áður.
Var metið svo að hæfilegur dómur fyrir þetta brot væri 30 dagar í fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Þá greiði hann 167.400 króna þóknun skipaðs verjanda síns.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment