1
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

2
Innlent

Sérsveitin á ferðinni

3
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

4
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

5
Heimur

Ný gögn sýna viðbrögð Andrews við ásökunum í tölvupósti frá Ghislaine

6
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

7
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

8
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

9
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

10
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Til baka

„Smám saman kemur umfangið í ljós“

Isavia sagði upp fimm flugumferðarstjórum og áminnti fimm aðra flugumferðarstjóra í morgun vegna brota á reglum er varða skráningu á tímum um setu í vinnustöðu.

Kjartan Briem
Kjartan Briem framkvæmdastjóri Isavia.Segir daginn hafa verið erfiðan enda málið litið mjög alvarlegum augum.
Mynd: ISAVIA

Kjartan Briem framkvæmdastjóri Isavia segir að dagurinn í dag hafi verið erfiður vegna brottreksturs fimm flugumferðarstjóra; fimm aðrir fengu áminningu. Málið er litið afar alvarlegum augum og er það til rannsóknar hjá Samgöngustofu.

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri Isavia, segir í samtali við Vísi að málið hafa komið upp fyrir hálfum mánuði síðan og hann lýsir því aðeins:

„Einhver tekur eftir því að ekki er allt með felldu,“ segir Kjartan og bætir því við að nánari skoðun hafi leitt í ljós að umræddir flugumferðarstjórar hafi ekki setið við tölvuna - þótt þeir hafi verið skráðir þannig; annað starfsfólk hafi því skráð sig inn fyrir viðkomandi flugumferðarstjóra.

Þess má geta að vinnustaða vísar til þess að starfsfólk sé skráð inn og sé í virkri vinnu við flugumferðarstjórn.

„Það var farið í að skoða nákvæmlega tímana og þá smám saman kemur umfangið í ljós.“

Málið hafi um leið verið tilkynnt Samgöngustofu sem sé viðeigandi eftirlitsaðili.

Málið hafi þannig farið beint á þeirra borð á meðan Isavia ANS hafi haldið áfram að reyna að ná utan um málið.

Við mátum málið það alvarlegt að við ákváðum að framkvæma þessar uppsagnir í morgun,“ segir Kjartan.

Fimm til viðbótar voru áminntir og þá fái einhverjir tiltal.

„Við teljum þetta mjög alvarlegt. Þetta er mikilvæg innviðaþjónusta sem fólk reiðir sig á og treystir að sé sinnt af fagmennsku. Þessar aðgerðir sýna að við viljum standa við það og vera ábyrg.“

Hann útskýrir að flugumferðarstjórar þurfi á ákveðnu tímabili að skila ákveðnum fjölda skráðra tíma í vinnustöðu til að viðhalda réttindum sínum.

„Fólk hefur verið að renna út á tíma með því að hafa ekki unnið nógu mikið,“ segir Kjartan.

Aðspurður hvers vegna aðrir hafi tekið á sig að skrá sig inn í þeirra stað virðist það ekki alveg ljóst. Að einhverju leyti hafi fólk gert þetta fyrir hvert annað. Svo verði að hafa í huga að flugumferðarstjórar vinni margir hverjir saman alla starfsævina og þekkist vel. Það sé alls ekki þannig að um mistök nýliða eða slíkt hafi verið að ræða heldur líka reynslumikið fólk. Það er það líka þannig að flugumferðarstjórar hafa ekki úr mörgum fyrirtækjum að velja,“ segir Kjartan. „Þetta er extra þungt mál að gera þetta. Þetta eru samstarfsfélagar til margra ára, jafnvel áratuga.“

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sigur Íslands aldrei í hættu
Sport

Sigur Íslands aldrei í hættu

Albert og Sverrir sáu um að skora mörk Íslands
Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Lítil þyrla nauðlenti á akri
Heimur

Lítil þyrla nauðlenti á akri

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega
Sport

Mainz tapar máli gegn leikmanni sem studdi Palestínu opinberlega

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks
Pólitík

Miðflokkurinn sat hjá í atkvæðagreiðslu um réttindi fatlaðs fólks

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð
Heimur

Sjúklingur myrti sjúkraliða í Austur-Svíþjóð

Fágæt perla í Sundunum til sölu
Myndir
Fólk

Fágæt perla í Sundunum til sölu

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu
Heimur

Mataráhrifavaldurinn Michael Duarte skotinn til bana af lögreglu

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa
Heimur

Rússneski herinn pyntar aðstandendur liðhlaupa

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar
Myndband
Pólitík

Sakaði þingmenn Flokks fólksins um lygar

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur
Pólitík

Stefán sendi pillu á gamla skólasystur

Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla
Innlent

Þrjótur skvetti málningu á bíla

Var að verki í Hafnarfirði
Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu
Innlent

Kallar eftir nýrri Búsáhaldabyltingu

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm
Innlent

Tvö Múlaborgarmál felld niður - eitt fer fyrir dóm

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann
Innlent

Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður
Innlent

Leikskólastarfsmaðurinn ákærður

Loka auglýsingu