
Karlmaður af erlendum uppruna hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir fíkniefna- og lögreglulagabrot.
Hann var ákærður fyrir fíkniefna- og lögreglulagabrot með því að hafa, fimmtudaginn 21. desember 2023, utan dyra í Reykjavík, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 5,01 grömm af hassi, 4,56 grömm af kókaíni, 46,65 grömm af maríhúana og 7,09 grömm af MDMA, sem ákærði kastaði frá sér þegar hann hljóp af vettvangi og hlýddi ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að stöðva.
Maðurinn mætti ekki til réttarhalda og boðaði ekki forföll. Ekki er vitað til þess að hann hafi gerst sekur um refsivert brot áður.
Hann var dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og þá voru, auk fíkniefna, tveir símar gerðir upptækir og einnig 25 þúsund krónur í reiðufé.
Komment