1
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

2
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

3
Innlent

Hödd segist taka „glöð á móti heimsóknum á Hólmsheiði“

4
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

5
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

6
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

7
Innlent

Gagnrýnir mæðurnar Þorgerði og Kristrúnu vegna aðgerðarleysis

8
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

9
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

10
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

Til baka

Sómalskir hælisleitendur krefjast tafarlausrar afgreiðslu mála

„Við bjuggumst við að þegar við kæmum til Íslands yrði komið fram við okkur sem manneskjur, með sanngirni, réttlæti og mannlegri reisn“

Útlendingastofnun
ÚtlendingastofnunSómölsku hælisleitendurnir eru ekki sáttir við meðferðina
Mynd: Víkingur

Hópur fimmtán sómalskra hælisleitenda á Íslandi hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir mikilli óánægju með meðferð íslenskra yfirvalda á málum sínum og krefst tafarlausrar afgreiðslu. Flestir hópsins hafa dvalið hér í meira en þrjú ár án endanlegrar niðurstöðu í umsóknum sínum um alþjóðlega vernd.

Í yfirlýsingunni segir að margir hafi komið hingað í leit að öryggi undan stríði, ofbeldi og ofsóknum, en upplifi sig nú föst í kerfi sem „hefur engan áhuga á þjáningu okkar“ og brýtur niður mannlega reisn þeirra.

„Við bjuggumst við að þegar við kæmum til Íslands yrði komið fram við okkur sem manneskjur, með sanngirni, réttlæti og mannlegri reisn. En í staðinn finnst okkur við vera föst í kerfi sem hefur engan áhuga á þjáningu okkar og virðist notfæra sér aðstæður okkar. ,“ segir í yfirlýsingunni.

Langvarandi tafir og gagnrýni á Útlendingastofnun

Hælisleitendurnir segja mál sín hafa dregist óhóflega og að hvorki Útlendingastofnun né kærunefnd útlendingamála hafi veitt skýr svör. Þau gagnrýna einnig viðmót starfsmanna, sem þau telja oft einkennast af tortryggni og virðingarleysi, og segja að kerfið beiti töfum viljandi til að knýja þau til að fara sjálfviljug úr landi.

Í yfirlýsingunni kemur fram að margir innan hópsins hafi ekki glímt við andleg veikindi áður en þeir komu til landsins, en streita og óvissa síðustu ára hafi ýtt þeim út í lyfjanotkun. „Töfin er ekki bara óþægileg, hún skaðar líf okkar og heilsu,“ segir þar.

Krefjast fjögurra úrbóta

Hópurinn setur fram fjórar megin kröfur:

  1. Tafarlaus afgreiðsla umsókna í samræmi við lög.
  2. Einstaklingsbundin og gagnsæ meðferð kærunefndar útlendingamála.
  3. Réttlát og virðingarfull málsmeðferð hjá Útlendingastofnun.
  4. Að mannleg reisn og geðheilsa hælisleitenda sé virt og vernduð.

Hópurinn ítrekar að hann leiti aðeins réttlátrar málsmeðferðar og sanngjarnrar verndar. „Við erum ekki hér til að nýta okkur kerfið, heldur vegna þess að við höfðum enga aðra möguleika,“ segir í yfirlýsingunni.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina
Menning

Ed Sheeran setti lestarkerfið í Kaupmannahöfn á hliðina

„Ég hef bara aldrei séð svona áður á ævinni“
Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt
Minning

Marín minnist tvíburasystur sinnar á fallegan hátt

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“
Heimur

Ísraelski herinn: Gaza-borg orðin „hættulegt átakasvæði“

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu
Heimur

Evrópskir leiðtogar ræða öryggissvæði í Úkraínu

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni
Mannlífið

Bangsafélagið heldur upp á afmæli með stórhátíð og nýrri keppni

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“
Innlent

„Hér er um að ræða hóp sem þarf á þjónustu og stuðningi að halda“

Lögreglan leitar þriggja manna
Innlent

Lögreglan leitar þriggja manna

Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu
Innlent

Verjendur Stefáns og Lúkasar krefjast sýknu í Þorlákshafnarmálinu

„Af hverju kláruðu menn ekki manndrápið og földu líkið?
Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið
Innlent

Lætur KKÍ og landsliðið hafa það óþvegið

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar
Innlent

Dauðaþögn Þorgerðar Katrínar

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“
Innlent

„Við lifum á tímum þegar þjóðarmorð blasir við í beinni útsendingu“

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík
Innlent

Sólin olli eldsvoða í Reykjavík

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu
Innlent

Fjöldafundur boðaður gegn þjóðarmorðinu í Palestínu

Loka auglýsingu