
Miðbær SelfossMyndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Víkingur
Dawid Dec hefur verið dæmdur í fangelsi af Héraðsdómi Suðurlands en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttur.
Hann var ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, laugardaginn 6. júlí 2024, fyrir utan skemmtistaðinn Miðbar við Brúartorg á Selfossi, sparkað og slegið í höfuð manns, með þeim afleiðingum að hann hlaut blóðnasir, bólgu og eymsli um nef.
Dec óskaði ekki eftir verjandi og játaði brot sitt skýlaust en hann hafði ekki gerst áður sekur um refsivert athæfi.
Hann var dæmdur í 30 daga fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá þarf hann að greiða 25.430 krónur í sakarkostnað.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa
Komment