1
Minning

Jóhannes Sigurjónsson er látinn

2
Fólk

Eitt flottasta hús Kópavogs til sölu

3
Fólk

Ugla opnar á umræðu um líkamsþrif Íslendinga

4
Minning

Þórður S. Gunnarsson er fallinn frá

5
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

6
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

7
Innlent

Björn segir Reykjavík eiga fjöldamet í bílastæðum

8
Pólitík

Brynjar afsakar grín sitt um heilsu Guðmundar Inga

9
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

10
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Til baka

Ólafur Ágúst Hraundal

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Ólafur Ágúst Hraundal
Ólafur Ágúst Hraundal

Það er eitthvað sjúkt við kerfi þar sem embættismenn sem eiga að gæta laga og réttlætis standa sjálfir fyrir spillingu, hagsmunaárekstrum og vafasömum ráðningum. Þegar ríkislögreglustjóri greiðir vinkonu sinni á annað hundruð milljón króna fyrir „ráðgjöf“ sem felur í sér að velja gardínur og pæla í píluspjöldum, þá er ekki um smávægileg mistök að ræða. Þetta er valdníðsla í sinni tærustu mynd. Og hún hefur fengið að grassera of lengi.

Sérstakur sérlegur rán ráðgjafi

Embætti ríkislögreglustjóra hefur greitt fyrirtækinu Intra Ráðgjöf, í eigu Þórunnar Óðinsdóttur, yfir 160 milljónir króna fyrir þjónustu á fimm ára tímabili. Þórunn er ekki hvaða ráðgjafi sem er, hún er nánasta vinkona Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, ríkislögreglustjóra, og eiginkona forstjóra JYSK á Íslandi. Af þessum 160 milljónum fóru 11 milljónir í „flutningsverkefni“ þar sem rukkað var fyrir að skoða, velja og kaupa húsgögn, gardínur og píluspjöld í fullu starfi með aðeins 36 þúsund krónur á tímann.

Ef þetta væri ekki skattfé almennings væri þetta kannski fyndið. En þetta er ekki fyndið. Þetta er svívirðilegt.

Vináttan sem verður að valdi

Þegar ráðgjafar verða að vildarvinum og vildarvinir verða að ráðgjöfum, þá hrynur faglegt aðhald. Þetta er sama mynstrið og við sjáum aftur og aftur: Vinir eru ráðnir  í ráðgjafarstöður, reglur um útboð eru hunsaðar, enginn spyr spurninga, og þegar fjölmiðlar gera það, er sama fólkið ráðið í fullt starf til að „leiðrétta mistökin“.

Þetta er ekki lengur bara spilling, þetta er menning. Menning þar sem valdið ver sjálft sig og embættismenn verja stöðu sína eins og rjúpa við staur sama hvað  það kostar.

„Embættið harmar mistök“ eða bara lærir að fela þau betur?

Við þekkjum setninguna:

„Embætti ríkislögreglustjóra harmar þau mistök sem gerð voru og mun læra af þeim.“

Svona hljómar ritvélatónlist of valdsins. Alltaf sömu orðin, alltaf sama handritið. En ekkert breytist.

Þegar stofnun sem á að standa vörð um lög brýtur að hentisemi lög og reglur um fjármál, útboð og gagnsæi, þá er ekki verið að tala um „mistök“. Það er verið að tala um valdníðslu. Kerfislæga valdníðslu sem sýnir sig hvað tengsl, traust og tengslanet ráða meira en lög og siðferði.

Spillingin í embættismannakerfinu er ekki tilviljun

Þetta mál er ekki einstakt. Það er aðeins nýjasta birtingarmyndin af menningu þar sem vald og ábyrgð eru orðin að samheiti fyrir sjálfsákvörðunartöku og leynd. Við höfum séð þetta áður, hvort sem það er hjá ríkislögreglustjóra,  eða öðrum embættismönnum. Þegar gagnrýnin kemur, er brugðist við með afsökun  „þetta verður skoðað“. Aldrei nein raunveruleg ábyrgð. Það er eins og sumir embættismenn telji sig standa ofar lögunum, meðlimir í klúbbi elítunnar þar sem reglurnar gilda aðeins fyrir „hina“.

Þegar valdníðsla verður eðlilegt ástand

Það sem gerir þetta ógn við lýðræðið er að almenningur er farinn að venjast þessu. Við heyrum um nýtt mál, hneykslumst í tvo daga, og höldum svo áfram. Þetta er nákvæmlega það sem embættismannakerfið vill. Að fólk þreytist á spillingunni, taki henni sem gefnu ástandi.

En þegar lögreglan, stofnunin sem á að standa vörð um réttarríkið, er farin að hegða sér eins og einkafyrirtæki í þjónustu vina sinna, þá erum við komin yfir línuna. Þá er ekki bara verið að ræna fé, heldur trausti. Og traust er dýrmætara en nokkrar krónur.

Hvar eru eftirlitsaðilarnir?

Hvar er Ríkisendurskoðun? Hvar er fjármálaráðuneytið sem á að tryggja að útboð fari rétt fram? Hvar er dómsmálaráðuneytið sem á að bregðast við, er ekki kominn tími á tiltekt? Ef ekkert er að gert og enginn er dreginn til ábyrgðar, þá eru skilaboðin skýr: „Við eigum við megum“ 

Þannig verður spilling að venju, með þögn.

Tíminn er liðinn

Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur haft sinn tíma. Hún hefur fengið traust sem hún hefur misnotað. Það er ekki hægt að biðjast afsökunar á valdníðslu. Það er ekki hægt að „læra af mistökum“ þegar sama hegðun endurtekur sig ár eftir ár. Ekki er langt síðan að hún gaf föður sínum free-passa fyrir þátt sinn í hryðjuverkamálinu svo kallaða. 

Ef réttarríkið á að halda trúverðugleika sínum verður hún að víkja, ekki af því að fjölmiðlar segja það, heldur vegna þess að siðferðileg skylda krefst þess.

Réttlæti eða hringekja valdsins?

Ef embættismenn sem brjóta reglur halda áfram í embætti og ekkert gerist, þá erum við ekki lengur að tala um lýðræði, heldur leikhús fáránleikans föst í hringekju þar sem valdið snýst um sjálft sig. Þar sem „ráðgjafar“ og „valdhafar“ skipta um stóla, verja hvorn annan og vaða í vasa almennings.

Ísland þarf að vakna. Því réttarríki sem leyfir svona spillingu er ekki lengur réttarríki. Það er skylda okkar allra að segja upphátt: 

Þér er hér með sagt upp, „þú ert rekin“. 

Ólafur Ágúst Hraundal

Höfundur er lífskúnstner 

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands
Heimur

Steingervingur af dularfullri lífveru sýndur á Þjóðminjasafni Skotlands

Var hvorki planta né sveppur
Einræðisherra skellti sér í heilsulind
Myndband
Heimur

Einræðisherra skellti sér í heilsulind

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good
Heimur

Fjölskyldan birtir niðurstöður krufningar á Renee Good

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna
Menning

Bergrún Snæbjörnsdóttir gefur út fyrstu breiðskífuna

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð
Innlent

Jón Þór dæmdur fyrir barsmíðar eftir bjórhátíð

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum
Heimur

Mel Brooks segir létti að Carl Reiner hafi ekki lifað að sjá morðið á syni sínum

Rannsaka spilafíkn Íslendinga
Innlent

Rannsaka spilafíkn Íslendinga

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum
Innlent

Matvælastofnun varar við súkkulaðirúsínum

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps
Heimur

Jack White gerir stólpagrín að blaðamannafundi Trumps

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó
Heimur

Enskri knattspyrnugoðsögn haldið í gíslingu í Marokkó

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife
Heimur

Bæjarstjóri hefur áhyggjur af öryggi fólks á Tenerife

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu
Heimur

Þrír látnir eftir skotárás í smábæ í Ástralíu

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi
Heimur

Suður-Kórea fyrsta landið þar sem lög um gervigreind taka gildi

Skoðun

Opið bréf til Utanríkisráðherra
Skoðun

Reynir Valgeirsson

Opið bréf til Utanríkisráðherra

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Loka auglýsingu