
Pétur Eggerz Pétursson birti hrottafengið myndskeið frá Gaza og merkti Kristrúnu Frostadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur við Facebook-færslu þar sem hann spyr hvar kosningaloforðin gagnvart þjóðarmorði Ísraela á Gaza, væru.
Aðgerðarsinninn, tónlistarmaðurinn og hreyfihönnuðurinn Pétur Eggerz Pétursson hefur verið einn háværasti aðgerðarsinni Íslands gegn þjóðarmorðinu á Gaza en hann skrifaði rétt í þessu stutta en sterka Facebook-færslu sem hann beinir að forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Íslands.
Við færsluna birti hann skelfilegt myndband af særðu barni hágrátandi uppi á húsþaki, eftir loftárás Ísraela en þar má einnig sjá sundurtætt lík barns á þakinu sem og lík manns. Spyr Pétur hvar þær Kristrún og Þorgerður séu og hvað hafi orðið um kosningaloforðin gagnvart Ísrael. „Hverfur mannúðin um leið og þið fáið völdin til að verja mennskuna?“ spyr Pétur að lokum.
„Hvar er Kristrun Frostadottir? Hvar er Þorgerður Katrín? Kröfur mótmælenda eru skýrar… styðjið við kæru Suður Afríku eins og Írar hafa gert…
Sniðgangið alfarið menningarlega viðburði sem bjóða Ísrahel velkomið til leiks..
Hvað varð um öll loforðin fyrir kostningar? Hverfur mannúðin um leið og þið fáið völdin til að verja mennskuna?“
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið. Viðkvæmir eru varaðir sérstaklega við efni myndbandsins.
Komment