
Steinar Viðarsson hefur verið dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni.
Í dómnum kemur fram að Steinar hafi flutt kókaínið í farangurstösku en hann var að koma frá Spáni og lenti á Keflavíkurflugvelli. Styrkleiki kókaínsins var mældur 84%. Steinar játaði sök en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsivert brot.
Talið er ósennilegt að Steinar hafi átt fíkniefnin eða skipulagt innflutninginn. Hann hafi hins vegar ómissandi verið liður í því ferli að koma efnunum í dreifingu hér á landi.
Honum var einnig gert að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns en sú er ein og hálf milljón króna auk aksturskostnað lögmannsins að fjárhæð 42.600 krónur og 232.659 krónur í annan sakarkostnað.
Komment