
Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari segist ekki geta verið með skoðun á gjörningnum sem Mannlíf sagði frá fyrr í dag. Verk Steinunnar, Horfur, sem stendur fyrir utan Vesturgötu 1 í Reykjavík, var í dag klætt í búning og líkist nú persónum úr þáttunum Handsmaid´s Tale.
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á gjörningnum en víða um heim hafa konur klæðst sama búningi í mótmælum sínum gegn kvenréttindabrotum.
Mannlíf heyrði í Steinunni og spurði hvað henni fyndist um gjörninginn en hún sagðist ekki geta verið með skoðun á honum. Segir hún að verkið hafi áður verið klætt, þar á meðal í hjúkrunarfræðingsbúning með grímu, til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki á Covid-tímanum.
„Get ekki verið með skoðun á þessum gjörningi. Verkið hefur áður verið klætt í ýmislegt. Á Covid tímabilinu var ég td beðin um leyfi hvort mætti klæða verkið í hjúkrunarfræðingsbúning með grímu. Ég veitti leyfið með glöðu geði enda ekki vanþörf á að minna á þeirra frábæru störf á Covid tímabilinu. Það má alltaf minna á þörf málefni, líka kvennabaráttuna.“
Komment