Dómsmálaráðuneytið og Stígamót hafa gert samstarfssamning um framhald verkefnisins Sjúktspjall. Um er að ræða nafnlaust netspjall þar sem ungmenni á aldrinum 13-20 ára geta rætt við ráðgjafa Stígamóta um kynferðisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum en greint er frá þessu í tilkynningu yfirvöldum.
Netspjallið hefur verið styrkt af stjórnvöldum til eins árs í senn á undanförnum árum en samningurinn sem undirritaður var í dag er til þriggja ára og tryggir Stígamótum fjármagn til lengri tíma en áður. Spjallið er hluti af verkefninu Sjúkást en markmiðið er að veita bæði þolendum og gerendum ofbeldis fræðslu og stuðning.
Samkvæmt samningnum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Drífa Snædal, talskona Stígamóta, undirrituðu í dag greiðir dómsmálaráðuneytið 12 milljónir króna vegna verkefnisins til næstu þriggja ára.


Komment