1
Peningar

Tíu tekjuhæstu Garðbæingarnir opinberaðir

2
Innlent

Pétur lætur Þorgerði Katrínu hafa það óþvegið

3
Innlent

Illa liðinn skólameistari vill annað tækifæri

4
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

5
Fólk

Forstjóri selur einbýli með fataherbergi

6
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

7
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

8
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

9
Heimur

Rússneskir hermenn skutu hver á annan til að fá bætur og orður

10
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Til baka

Stjórn Sósíalista setur hömlur á tjáningu flokksmanna

„Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út.“

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári EgilssonEr formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins og hfefur sætt gagnrýni hóps flokksmanna.
Mynd: Sósíalistaflokkurinn

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands, hefur tilkynnt flokksmönnum að hömlur hafi verið settar á tjáningu þeirra til að róa umræður á vettvangi flokksmanna, Rauða þræðinum á Facebook.

„Það var samþykkt á fundi framkvæmdastjórnar fyrir nokkrum vikum að hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti. Admin mun því setja þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag og eitt koment á hverri klukkustund. Þetta er regla sem gildir um alla,“ segir Gunnar Smári.

Hann segir að hömlurnar séu tímabundnar en verði hugsanlegar framlengdar.

„Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum. Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt.“

Gunnar Smári hefur verið harðlega gagnrýndur og svarað fyrir sig eftir að formaður ungliðahreyfingar flokksins sagði sig úr kosningastjórn og sakaði formann framkvæmdastjórnar um ólýðræðisleg vinnubrögð og yfirgang. „Ég get ekki leng­ur starfað inn­an for­ystu sem huns­ar lýðræðis­lega gagn­rýni, viðheld­ur óheil­brigðri menn­ingu og refs­ar þeim sem benda á vanda­mál­in,“ skrifaði hann í bréfi til flokksmanna.

Viðbrögð flokksmanna hafa verið misjöfn. „Mikið rosalega er þetta ólýðræðislegt,“ segir einn flokksmaður. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út,“ segir annar.

Fundargerð framkvæmdastjórnar hefur ekki verið birt. Engin fundargerð framkvæmdastjórnar hefur verið birt frá 5. október í fyrra.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment


„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“
Innlent

„Það er að ein­hverju leyti þetta fína fólk sem er í þess­um hefðbundnu hægri­flokk­um“

Hannes Hólmsteinn er afar ánægður með uppgang hægrisinnaðra popúlístaflokka í Evrópu og segir þá með puttann á púlsinum
Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann
Innlent

Fláráður ferðamaður neitaði að borga reikninginn og hótaði að drepa lögreglumann

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela
Heimur

Yfirmaður í ísraelska hernum vill myrða 50 Palestínumenn fyrir hvern látinn Ísraela

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“
Innlent

Segir aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda gagnvart helförinni á Gaza vera „fyrirlitlegt“

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum
Innlent

Alexander Máni smyglaði inn fíkniefnum í hundamatsumbúðum

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi
Innlent

Karlmaður á fimmtugsaldri í gæsluvarðhaldi

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast
Heimur

Rússar hafna fundi með Zelensky – diplómatísk spenna magnast

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund
Myndir
Innlent

Um 100 mótmælendur trufluðu ríkisstjórnarfund

Uppsagnir á Sýn halda áfram
Innlent

Uppsagnir á Sýn halda áfram

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi
Peningar

Halla Tómasdóttir í hópi þeirra tekjuhæstu á Íslandi

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza
Heimur

Hungursneyð opinberlega staðfest á Gaza

Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum
Pólitík

Gagnrýnir bæjarstjóra Kópavogs fyrir villandi kynningu á stöðuprófum

„Þessir flokkar hafa samfleytt ráðið yfir menntamálum síðan 2013, þar til núverandi ríkisstjórn tók við í desember“
Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga
Pólitík

Varar þjóðina við: Trump ræður yfir gögnum Íslendinga

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni
Pólitík

Fjármálaráðherra bætir við sig öðrum aðstoðarmanni

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór
Pólitík

Segir Helga Seljan hafa rassskellt Guðlaug Þór

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“
Pólitík

„Hér hafa orðið mikil tíðindi“

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram
Pólitík

Þorgerður Katrín fékk það óþvegið á Instagram

Loka auglýsingu