
Heilsa ehf., að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum fæðubótarefnið Barnavít, vörumerki Guli miðinn. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Ástæða þess að varan er innkölluð er sú að ráðlagður daglegur neysluskammtur inniheldur of mikið af A-vítamíni.
Neytendur sem hafa keypt umrædda vöru eru beðnir um að hætta notkun hennar og farga en einnig má skila henni í versluninni þar sem hún var keypt eða hjá Heilsu ehf.
Varan er seld hjá eftirfarandi verslunum: Austurbæjarapótek, Borgar apótek, Lyfja, Krónan, Hagkaup, Fjarðarkaup, Lyfjaver, Heilsuver, Apótekarinn, Lyf og heilsa, Lyfsalinn, Hlíðarkaup, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Þín verslun Kassinn.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við
Vörumerki: Guli miðinn
Vöruheiti: Barnavít
Strikamerki: 5690684000165
Lotunúmer og best fyrir dagsetning: 1271-5240 30.6.2028, 2191-4201 31.12.2027, 2711-4220 30.04.2027
Framleiðandi: Tishcon Corp. í Bandaríkjunum
Pökkunaraðili: Heilsa ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík

Komment