Fallegt og vel skipulagt einbýlishús við Arnartanga 23 í Mosfellsbæ er komið á sölu á 140 milljónir króna.
Húsið er 206,9 fermetrar að stærð, þar af 50,4 fermetra bílskúr, og er á einni hæð. Það var byggt árið 1975 og nýtur einstaklega góðrar staðsetningar innst í rólegri og barnvænni götu.
Húsið stendur á stórri og gróinni 870 fermetra lóð með miklum trjágróðri. Lóðin var teiknuð upp af landslagsarkitekt og er þar meðal annars rúmgóð verönd og sundlaug sem snýr til suðvesturs. Aðkoman er til fyrirmyndar með hellulagðri stétt að húsinu og rúmgóðu bílastæði fyrir framan bílskúr.
Á árunum 2007–2008 var húsið einangrað að utan og klætt með flísum, auk þess sem þakið var endurnýjað sama ár. Útlit hússins er því bæði tímalaust og vel við haldið.
Arnartangi er vinsælt hverfi í Mosfellsbæ, þekkt fyrir rólegt umhverfi, góða útivistarmöguleika og nálægð við skóla og þjónustu, sem gerir eignina sérstaklega álitlega fyrir fjölskyldur.
Ekki hafa verið birtar myndir innan úr húsinu.


Komment