1
Pólitík

„Er ekki kominn tími til að tala um eitthvað annað en útlendinga, t.d. húsnæðismál eða eitthvað?“

2
Heimur

Tölvuhakkarar hafa lamað herskyldukerfi Rússa í mánuði

3
Heimur

Donald Trump varar við „mjög alvarlegum hefndaraðgerðum“ eftir banvæna árás í Sýrlandi

4
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

5
Innlent

Eldur tengir RÚV og hinsegin fólk við hryðjuverkaárásina í Ástralíu

6
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

7
Heimur

Fyrrverandi klámleikkona sakfelld fyrir morð á eiginmanni sínum

8
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

9
Heimur

Matarsendill sprautaði piparúða yfir skyndibita viðskiptavina

10
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Til baka

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Til að undirstrika óánægju sína mættu sveitarstjórnarfulltrúar Múlaþings klæddir svörtu á fund.

Egilsstaðir
EgilsstaðirMúlaþing og Fjarðabyggð sameinast í nýrri bókun
Mynd: Eysteinn Guðni Guðnason/Wikipedia

Bæjarráð Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Múlaþings hafa sameinast um að lýsa yfir miklum vonbrigðum með þá áhersluröðun sem fram kemur í nýjum drögum að samgönguáætlun ríkisins. Þar þyki óviðunandi að engar stórar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á svæðinu á næstu árum og að þar með séu fyrri loforð um nýtingu tekna af hækkun veiðigjalda ekki efnd. Þetta kemur fram í frétt Austurfréttar.

Afstaðan kemur fram í sameiginlegri bókun sem samþykkt var í bæjarráði Fjarðabyggðar í síðustu viku og í sveitarstjórn Múlaþings á fundi í dag. Sá fundur átti upphaflega að fara fram í síðustu viku en var frestað vegna óvissu um færð yfir Fjarðarheiði. Til að undirstrika óánægju sína mættu sveitarstjórnarfulltrúar Múlaþings klæddir svörtu.

Sérstaklega hafa áform um að færa Fjarðarheiðargöng af forgangslista og setja þau á athugunarstig vakið hörð viðbrögð. Þá lýsir Múlaþing einnig óánægju með að framkvæmdir við Axarveg, sem þegar er fullhannaður, verði ekki hafnar fyrr en seint á fyrsta tímabili áætlunarinnar og að þeim ljúki ekki fyrr en á því næsta. Í Fjarðabyggð eru jafnframt gagnrýnisraddir um að ekki sé gert ráð fyrir meiri uppbyggingu á Suðurfjarðavegi.

Í bókuninni er samgönguáætlunin, sem kynnt var fyrir um tveimur vikum, sögð fela í sér „kalda kveðju“ til Austurlands, þar sem fjórðungurinn sé í raun settur til hliðar og „frystur“ í áætlunargerðinni.

Bent er á að frá árinu 2019 hafi Fjarðarheiðargöng verið efst á lista jarðgangaverkefna og að þau hafi haldið þeirri stöðu þegar Seyðisfjörður sameinaðist Múlaþingi. Í bókuninni er lögð áhersla á að allar breytingar á slíkri áætlun verði að byggjast á faglegum rökum og traustum forsendum.

Samgönguáætlunin sé lykilverkfæri til að tryggja skýra og fyrirsjáanlega uppbyggingu innviða og að þróun sveitarfélaga eigi ekki að ráðast af breytilegum pólitískum áherslum ráðherra. Án skýrrar og trúverðugrar forgangsröðunar sé erfitt fyrir sveitarfélög og atvinnulíf að skipuleggja langtímauppbyggingu.

Í niðurlagi bókunarinnar segir að það sé með öllu óásættanlegt að engar stórframkvæmdir séu á fyrsta tímabili áætlunarinnar fyrir Austurland. Slík niðurstaða gangi gegn yfirlýsingum um að hækkun veiðigjalda myndi skila sér aftur til byggðanna og skapa svigrúm til innviðafjárfestinga. Þar sé Austurland næst í röð stórra jarðgangaverkefna og ekki verði við það unað að litið sé fram hjá þeirri staðreynd.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien
Heimur

Nick hnakkreifst við foreldra sína í jólaveislu Conan O´Brien

„Við höfum reynt allt“
Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein
Heimur

Sir Cliff Richard opnar sig um blöðruhálskrabbamein

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun
Innlent

Dómur í morðmáli Margrétar Löf kveðinn upp á morgun

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum
Innlent

Lögreglan eykur eftirlit með skotvopnum

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli
Myndband
Heimur

Kona dæmd fyrir að valda dauða manns á rafhlaupahjóli

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik
Heimur

OnlyFans stjarnan Annie Knight varar aðra við eftir alvarlegt atvik

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar
Innlent

Innkalla grjónagraut vegna aðskotahlutar

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu
Innlent

Íslendingur dæmdur fyrir að stofna lífum annarra í hættu

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele
Heimur

Sonurinn er grunaður um morðið á Rob og Michele

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni
Heimur

Allt sem vitað er um feðgana á Bondi-ströndinni

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar
Innlent

Klámvenjur Íslendinga afhjúpaðar

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife
Heimur

Ferðamanni bjargað úr sjávarháska á Tenerife

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu
Myndir
Fólk

Reffilegt glæsihús neðst í botnlanga til sölu

Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð
Landið

Sveitarfélög á Austurlandi saka ríkið um svikin loforð

Til að undirstrika óánægju sína mættu sveitarstjórnarfulltrúar Múlaþings klæddir svörtu á fund.
Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins
Landið

Seyðfirðingur biðst afsökunar á að hafa kosið Flokk fólksins

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni
Landið

Yfirvöld styðja við menntun á landsbyggðinni

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði
Landið

Óásættanlegt ástand á lóðum á Seyðisfirði

Dæla peningum í Reykjanesbæ
Landið

Dæla peningum í Reykjanesbæ

Loka auglýsingu