
Þann 28. febrúar 2025 auglýsti dómsmálaráðuneytið í Lögbirtingablaði laust til umsóknar embætti varadómanda við Endurupptökudóm og barst ein umsókn, frá Tómasi Hrafni Sveinssyni formanni umdæmisráðs Barnaverndar Reykjavíkur, en stjórnarráðið greinir frá þessu.
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjandann og er það niðurstaða nefndarinnar að Tómas Hrafn Sveinsson, stundum nefndur Talninga-Tómas, sé hæfur til að hljóta skipun í embætti varadómanda við Endurupptökudóm.
Tómas Hrafn útskrifaðist með cand. jur. frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006.
Hann öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007 og fyrir Hæstarétti 2013. Hann hefur verið lögmaður að aðalstarfi frá útskrift úr laganámi og flutt tugi mála fyrir íslenskum dómstólum.
Dómnefndina skipuðu: Ása Ólafsdóttir formaður, Helga Melkorka Óttarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Reimar Pétursson og Þorgeir Örlygsson.
Komment