1
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

2
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

3
Innlent

Rakel tekur við í janúar

4
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

5
Innlent

Slys í Laugardalnum

6
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

7
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

8
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

9
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

10
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Til baka

Tengdasonur Bjarna

Bjarni Benediktsson
Mynd: Golli

Fyrrverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, var dreginn inn í umræðuna um útifund þjóðernissinna á Austurvelli um helgina, þegar hann var beðinn að „setja tappa í tengdasoninn“, ClubDub-popparann Brynjar Barkarson. Einhverjum stuðningsmönnum Bjarna, eins og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, þótti ósmekklegt að nota fjölskyldutengsl gegn Bjarna, sem varð reyndar að hætta sem forsætisráðherra og aftur sem fjármálaráðherra vegna fjölskyldutengsla.

Bjarni er ekki alveg ókunnugur áhyggjum af útlendingum á Austurvelli. Í janúar í fyrra sagði Bjarni, þá forsætisráðherra, að það væri „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“, þegar fólk mótmælti þar árásum á almenna borgara á Gazasvæðinu og tregðu íslenskra stjórnvalda til að liðsinna með fjölskyldusameiningu þeirra sem þar voru í hættu stödd.

Bjarni viðhafði engin orð um hörmung á Austurvelli eftir fund þjóðernissinna, þar sem tengdasonur hans talaði um ógnina sem stafaði af útlendingum og „uppsprettu illsku“.

Eins og Bjarni hefur Brynjar áhyggjur af Evrópusambandinu og vinstri mönnum. Meðfylgjandi myndskeið af viðtali við Brynjar í þætti Þórarins Hjartarsonar, Einni pælingu, hefur vakið mikla athygli fyrir djúpar samsærispælingar Brynjars. „EU er stórlega spillt. Það er verið að koma kommúnisma í vestrænan heim,“ sagði Brynjar og bætti við á upprunarekjanlegri íslensku: „Það er verið að breyta vestrænum heimi í second world countries,“ vegna þess að „elites vilja stjórna“.

Þannig hljómar Brynjar svolítið eins og Temu-útgáfan af Bjarna Benediktssyni.

Bjarni Benediktsson hins vegar velur sér ekki tengdason, ekki frekar en aðrir íslenskir feður. Ef það væri þannig hefðu áhyggjur Brynjars fyrst orðið að veruleika, með einhvers konar nauðungarsambandi í ætt við Sharía-lög.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum
Pólitík

Þóra Kristín svarar Snorra fullum fetum

„Það er alveg pláss fyrir hvassa gagnrýni án þess að hafa rangt við“
Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli
Innlent

Þremur erlendum ríkisborgurum frávísað á Keflavíkurflugvelli

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur
Heimur

Ný rannsókn sýnir að unglingsárin geta varað fram á fertugsaldur

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir
Innlent

Þolendur ofbeldis fá 60 milljónir

Selja gersemi við Elliðavatn
Myndir
Fólk

Selja gersemi við Elliðavatn

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys
Heimur

Guy Fieri fluttur í bráðaaðgerð eftir alvarlegt slys

Lægðin stefnir til Færeyja
Landið

Lægðin stefnir til Færeyja

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla
Myndband
Heimur

Subbulegt óhapp er útikamar féll á brú í Sevilla

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum
Peningar

Eiginmaður Jóhönnu Guðrúnar heldur áfram að tapa peningum

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður
Heimur

Brotist inn á heimavist í Stokkhólmi og matur eitraður

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti
Innlent

Heimir Örn dæmdur fyrir umsáturseinelti

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn
Myndband
Heimur

Bardagakona handtekin á Kanarí eftir árás á lögreglumenn

Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu
Slúður

Kristrún vill aðstoð úr viðskiptalífinu

Loka auglýsingu