1
Fólk

Ekkert gengur að selja höll í Fossvogi

2
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

3
Landið

Sumarveður í kortunum

4
Innlent

Prófessor þakkar Landspítalanum fyrir mannlega og faglega þjónustu

5
Innlent

Sigurður dæmdur fyrir safn af barnaníðsefni

6
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

7
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

8
Minning

Þórir Jensen er látinn

9
Landið

Selfyssingur tekinn með exi og amfetamín

10
Innlent

Nægjusamur þjófur við vinnu á höfuðborgarsvæðinu

Til baka

Tengdasonur Bjarna

Bjarni Benediktsson
Mynd: Golli

Fyrrverandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, var dreginn inn í umræðuna um útifund þjóðernissinna á Austurvelli um helgina, þegar hann var beðinn að „setja tappa í tengdasoninn“, ClubDub-popparann Brynjar Barkarson. Einhverjum stuðningsmönnum Bjarna, eins og Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, þótti ósmekklegt að nota fjölskyldutengsl gegn Bjarna, sem varð reyndar að hætta sem forsætisráðherra og aftur sem fjármálaráðherra vegna fjölskyldutengsla.

Bjarni er ekki alveg ókunnugur áhyggjum af útlendingum á Austurvelli. Í janúar í fyrra sagði Bjarni, þá forsætisráðherra, að það væri „hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“, þegar fólk mótmælti þar árásum á almenna borgara á Gazasvæðinu og tregðu íslenskra stjórnvalda til að liðsinna með fjölskyldusameiningu þeirra sem þar voru í hættu stödd.

Bjarni viðhafði engin orð um hörmung á Austurvelli eftir fund þjóðernissinna, þar sem tengdasonur hans talaði um ógnina sem stafaði af útlendingum og „uppsprettu illsku“.

Eins og Bjarni hefur Brynjar áhyggjur af Evrópusambandinu og vinstri mönnum. Meðfylgjandi myndskeið af viðtali við Brynjar í þætti Þórarins Hjartarsonar, Einni pælingu, hefur vakið mikla athygli fyrir djúpar samsærispælingar Brynjars. „EU er stórlega spillt. Það er verið að koma kommúnisma í vestrænan heim,“ sagði Brynjar og bætti við á upprunarekjanlegri íslensku: „Það er verið að breyta vestrænum heimi í second world countries,“ vegna þess að „elites vilja stjórna“.

Þannig hljómar Brynjar svolítið eins og Temu-útgáfan af Bjarna Benediktssyni.

Bjarni Benediktsson hins vegar velur sér ekki tengdason, ekki frekar en aðrir íslenskir feður. Ef það væri þannig hefðu áhyggjur Brynjars fyrst orðið að veruleika, með einhvers konar nauðungarsambandi í ætt við Sharía-lög.

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Innlent

Rauði krossinn á Íslandi hefur neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza

„Nú breiðum við út faðminn og sýnum hvað í okkur býr“
Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla
Menning

Rithöfundur fékk óþol fyrir Laxness í framhaldsskóla

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1
Innlent

Kórdrengurinn Egill kinnbeinsbraut mann á N1

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs
Heimur

Krefjast tafarlausrar rannsóknar á stríðsglæpum og afléttingar umsáturs

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg
Heimur

Vilhjálmur prins hélt aftur af tárum í samtali um sjálfsvíg

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands
Myndir
Innlent

Robbi Kronik boðar jólalegasta markað í sögu Íslands

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“
Innlent

Fida Abu: „Léttir og von en á sama tíma ótti við að fagna of hratt“

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn
Innlent

Sigurbjörg er nýjasti ríkisforstjórinn

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur
Heimur

Maður tengdur „incel“-hreyfingunni dæmdur fyrir að ráðast á þrjár konur

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni
Landið

Móðir í Reykjanesbæ dæmd fyrir að misþyrma dóttur sinni

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri
Innlent

Óvinsæll skólameistari fær ekki annað tækifæri

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda
Heimur

Kántrí goðsögnin Alan Jackson yfirgefur sviðið vegna veikinda

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands
Myndir
Fólk

Óska eftir tilboðum í eitt virðulegasta hús Íslands

Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök
Slúður

Hildur undirbýr sig fyrir átök

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús
Slúður

Sjálfstæðismenn ósáttir við Sigfús

Jón Óttar skiptir um vettvang
Slúður

Jón Óttar skiptir um vettvang

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar
Slúður

Reiðir stuðningsmenn Áslaugar

Loka auglýsingu