1
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

2
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

3
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

4
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

5
Heimur

Áttræður maður í hjólastól skilinn eftir yfir nótt í snjónum

6
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

7
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

8
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

9
Innlent

Ók próflaus með sendibíl í eftirdragi

10
Minning

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“

Til baka

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Theódóra Björk Guðjónsdóttir

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur

Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort líffræðileg kyn séu í strangasta skilningi tvö eða fleiri

Theódóra Björk Guðjónsdóttir
Theódóra Björk Guðjónsdóttir félagsráðgjafiÍ grunninn samanstanda samfélög mestan part af körlum og konum sem lifa í sátt við meðfætt kyn sitt
Mynd: Aðsend

Það skiptir í sjálfu sér engu máli hvort líffræðileg kyn séu í strangasta skilningi tvö eða fleiri.

Í yfirgnæfandi meirihluta tilfella fæðist barn drengur eða stúlka og enginn vafi leikur þar um.

Í grunninn samanstanda samfélög mestan part af körlum og konum sem lifa í sátt við meðfætt kyn sitt.

Þannig er það og verður áfram.

Þessu stendur ekki til að breyta þrátt fyrir þrálátan misskilning fólks sem í flestum tilfellum hefur þó nokkuð einbeittan brotavilja til að misskilja.

Á þessu eru þó vel þekktar undantekningar sem eru þá ýmist trans fólk, intersex eða kynsegin fólk sem lifir að einhverju leyti utan kynjatvíhyggjunnar eða innan hennar eftir því sem það hefur löngun til.

Þetta er fremur fámennur hópur sem hefur alltaf verið til staðar í samfélögum en sjaldnast notið viðurkenningar fyrr en núna nýlega.

Í raun mælir allt með því að gefa þessum hópi rými og viðurkenningu til að lifa í sátt við kynvitund sína. Sé það ekki gert er fyrirséð að vandi þeirra muni koma annars staðar niður og birtast til dæmis í auknum veikindum, minni atvinnuþátttöku, sjálfsskaða og sjálfsvígum.

Þessi texti er vísvitandi skrifaður með kaldranalegri fjarlægð og er ekki ætlað að höfða til samúðar.

Samúð er þreytt konsept í augum þeirra stjórnmálaafla sem nú sækja í sig veðrið.

Þessir aðilar njóta þess, og telja það raunar skynsamlegt, að sparka í þá sem eru taldir öðruvísi, veikburða, skrítnir og hættulegir samfélaginu.

Þeir hörðustu innan þeirra hreyfinga fara fram í vísvitandi fáfræði og munu ekki skipta um skoðun þar sem þeir hafa læst klónum í ruglið og sleppa ekki svo glatt.

Þegar vitið sofnar vakna ófreskjur.

Það má hins vegar alltaf gera tilraun til að höfða til skynsemi þeirra sem velkjast í vafa, vilja kannski ekki beinlínis fyrirlíta hinsegin fólk en líkar samt ekkert sérstaklega vel við það.

Þessi hópur þarf kannski svolitla hughreystingu, jafnvel smá „real talk“.

Það þarf nefnilega ekkert endilega að fíla hinsegin fólk, hinsegin menningu, regnboga, blátt hár, Pride gönguna eða hvað annað sem stuðar.

Það þarf bara að viðurkenna mennsku fólks og tilvistarrétt.

Og jafnvel skrolla bara áfram.

Theódóra Björk Guðjónsdóttir félagsráðgjafi

Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa

Komment

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands
Heimur

Sakar Ísrael um áform um nauðungarflutning Palestínumanna til Sómalílands

„Ísrael hefur lengi haft markmið og áætlanir um að skipta ríkjum upp, kannski í 20 ár, og vill endurmóta kort Miðausturlanda og hafa stjórn á ríkjum þar.“
Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum
Innlent

Ugla Stefánía segir ótta við gistiskýli byggður á fordómum

„Bless bless Samfylking“
Pólitík

„Bless bless Samfylking“

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi
Innlent

Þrír handteknir grunaðir um að kveikja í einbýlishúsi

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife
Heimur

Leitað að 53 ára konu sem hvarf á Tenerife

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum
Innlent

Segir Dani eiga krók á móti bragði gagnvart Bandaríkjunum

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó
Innlent

Viðskiptavinir snéru niður mann sem réðst á starfsmann Nettó

Grafa fengin í leitina að Hönnu
Heimur

Grafa fengin í leitina að Hönnu

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá
Minning

Vilhelm Guðmundsson er fallinn frá

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“
Minning

„Lögin hans og textarnir eru svo náttúrulega bara samofin æðakerfinu í okkur öllum“

Áttræður maður í hjólastól skilinn eftir yfir nótt í snjónum
Heimur

Áttræður maður í hjólastól skilinn eftir yfir nótt í snjónum

Ók próflaus með sendibíl í eftirdragi
Innlent

Ók próflaus með sendibíl í eftirdragi

Skoðun

Hvað er til bragðs að taka?
Skoðun

Margrét Kristín Blöndal

Hvað er til bragðs að taka?

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Fangar í hlutverki heilbrigðisstarfsmanna

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins
Skoðun

Ólafur Ágúst Hraundal

Spillingin sem þrífst innan valdakerfisins

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli
Skoðun

Björn Leví Gunnarsson

Fólkið sem vildi verða fangaverðir - Að vera þingmaður 13. kafli

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu
Skoðun

Ákall frá fjölskyldu Möggu Stínu

Tryggið öryggi Frelsisflotans
Skoðun

Félagið Ísland - Palestína

Tryggið öryggi Frelsisflotans

Loka auglýsingu