
Kópavogsbær hefur ákveðið að skerða þjónustu til bæjarbúa en samkvæmt Andra Steini Hilmarssyni, bæjarfulltrúa í Kópavogi, var það ákveðið á bæjarstjórnarfundi í gær.
Andri greinir frá þessu í gærkvöldi á Facebook en samkvæmt honum verður hagrætt í fjármálum sveitarfélagsins um 670 milljónir króna. Hann segir að það sé gert til þess að mæta launahækkunum kennara.
Meðal þess sem verður gert að lækka laun bæjarfulltrúa, laun æðstu stjórnenda fryst og opnunartími sundlauga verður skertur. „Önnur sundlaugin verður opin á rauðum dögum í stað beggja, umfang sumarstarfa dregst lítillega saman, og gjaldskrár sumarnámskeiða taka eðlilegum breytingum,“ skrifar Andri.
„Minnihlutinn kaus með breytingartillögum sínum og áherslum að beina umræðunni í persónulegar árásir á bæjarstjóra, þvert á eðli málsins. Það er sjálfsagt að ræða kjör bæjarstjóra en í Kópavogi eru laun bæjarstjóra lægri en hjá mörgum samanburðarsveitarfélögum, og þau eru nú lækkuð enn frekar. Annars vegar lækkar hluti launa bæjarstjórans, þau sem hún þiggur sem kjörinn bæjarfulltrúi og eru hluti af heildarkjörum bæjarstjóra og sá hluti sem bæjarstjóri þiggur sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins verða fryst fram í júlí 2026, líkt og laun annarra lykilstjórnenda – sem felur í sér raunlækkun launa yfir tímabilið.
Pólítískt útspil minnihlutans og persónulegar árásir í garð bæjarstjóra eru ómálefnalegar og settar fram til að gera þessar mikilvægu hagræðingaraðgerðir tortryggilegar, sem er miður.“
Komment