Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá því í dag er greint frá því að þrír hafi verið handteknir í miðbæ Reykjavíkur fyrir hótanir og vopnalagabrot og voru þeir vistaðir í fangageymslum vegna málsins.
Einn maður var handtekinn í Reykjavík fyrir tilraun til innbrots og var sá vistaður í fangageymslu vegna ástands að sögn lögreglu.
Þá var tilkynnt um rán í Reykjavík en gerandi var farinn af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið.
Ökumaður var stöðvaður í Árbænum grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus eftir að blóðsýni var tekið.
Nokkuð var umferðarlagabrot að sögn lögreglu.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment