
Þrjú ungmenni náðust á myndband þar sem þau ganga á glænýju hrauni í Sundhnúkagígaröðinni á Reykjanesinu en um gríðarlega hættulegt athæfi er um að ræða.
Myndbandið birtist á Facebook-síðunni Iceland Geology | Seismic & Volcanic Activity in Iceland, sem er fyrir áhugafólk um íslenska jarðfræði, jarðskjálfta og eldgos. Sá sem birti myndskeiðið, Clément Coudeyre, segir það sýna hvað ekki eigi að gera við eldgosið. Hér fyrir neðan má lesa þýðingu textans sem fylgdi myndskeiðinu:
„Hér er stutt myndband sem sýnir hvað ekki á að gera við eldgosið.
Helstu vandamálin eru, að mínu mati, að fólk setur líf sitt í hættu og gerir yfirvöldum erfitt fyrir með því að neyða þau til að loka svæðum fyrir almenningi vegna mjög eigingjarnar hegðunar …
Vinsamlegast berið virðingu fyrir náttúrunni – og náttúruunnendum 🙏
Þessir „hobbitar“ komust samt út heilir á húfi.“
Komment