
Það fór eflaust ekki framhjá mörgum Íslendingum sú umræða sem myndaðist í kringum fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson í kjölfar þess sem hann hæddist að útliti rithöfundarins Nönnu Rögnvaldardóttur upp úr þurru í hlaðvarpsþættinum Þjóðmál.
Vildi siðfræðingurinn meina að um samfélagsgagnrýni væri að ræða en ekki ómerkilega árás. Hann skellti svo í langa færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann talaði um allt nema þá raunverulegu gagnrýni sem fólk setti fram um hegðun hans. Skrifaði hann meðal annars um Pol Pot, Hamas og Þórð Snæ Júlíusson án þess að þeir hlutir tengist umræðunni á neinn máta.
Hin týpíska hirð sem myndast hefur í kringum Stefán stóð auðvitað þétt við bakið á manninum, eins og alltaf. Það verður hins vegar að segjast að Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, ætti að vita betur en að setja „like“ við þvælu Stefáns en slíkt er einstaklega óviðeigandi fyrir mann sem situr á Alþingi og vonast til þess að móta stefnu þjóðarinnar ...

Komment