Einstaklega fagurt einbýli á stórri lóð í Mosfellsbæ er komið á sölu en húsið stendur á 965 m² lóð.
Húsið skiptist í forstofu, gang, stofu og borðstofu, eldhús, sólstofu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús og bílskúr. Loft eru upphækkuð í flestum rýmum og því góð lofthæð í húsinu. Húsið sjálft er 161 m² á stærð en bílskúrinn er tæpir 20 m².
Þá ber að nefna að eldhúsið er hannað af Rut Káradóttir með sérsmíðaðri innréttingu frá Smíðaþjónustunni.
Eigendurnir vilja fá 159.800.000 krónur fyrir þessa glæsilegu eign.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skrá inn til að kjósa


Komment