
Frá vettvangiViðbragðsaðilar á vettvangi.
Mynd: Aðsend
Tilkynning um eld í húsi á Langholtsveginum barst um klukkan 16:00 í dag.
Talverður viðbúnaður er við húsið en samkvæmt heimildum Mannlífs mættu þrír slökkviliðsbílar á vettvang, þrír sjúkrabílar, tvö lögreglumótorhjól, og einn lögreglubíll.
„Þetta virtist ekki vera mjög alvarlegt en mótorhjólöggurnar og einn slökkviliðsbílinn fóru stuttu eftir að þeir komu að húsinu. Það voru allir frekar rólegir og lítill æsingur. Vonandi er í lagi með íbúa,“ sagði heimildarmaður Mannlífs.
Hvorki náðist í lögreglu né slökkvilið við gerð fréttarinnar. Fréttin verðurð uppfærð verði tilefni til.
Uppfært
Samkvæmt frétt mbl.is virtist enginn eldur vera í húsinu en slökkviliðsmenn eru nú að leita af sér allan grun
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment