
Tómas Dat Nguyen hefur verið dæmdur í 60 daga fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur en dómur þess efnis var birtur fyrir stuttu.
Hann var ákærður fyrir fíkniefnalagabrot og peningaþvætti, með því að hafa, þriðjudaginn 10. september 2024, haft í vörslum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, samtals 11,90 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit í bíl hans og alls 161,80 grömm af maríhúana og 1 ml af maríhúana sem lögregla fann við leit í íbúð hans í Reykjavík og með því að hafa um nokkurt skeið og allt til þriðjudagsins 10. september 2024 tekið við, aflað sér og geymt ávinning af sölu og dreifingu ótiltekins magns ávana- og fíkniefna en sú upphæð nam 761.500 krónum.
Tómas játaði brot sitt en hann hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi.
Dómur hans er skilorðsbundinn til tveggja ára.
Komment