
Einstaklingurinn var vistaður í fangaklefaHann var og er ennþá grunaður um eignaspjöll
Mynd: Helgi Halldórsson
Í dagbók lögreglu frá því í dag er greint frá því að einn hafi verið handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang í Laugardalnum en hann grunaður um eignaspjöll. Viðkomandi hrækti á lögregluþjón og var vistaður í fangaklefa.
Lögreglan fékk tilkynningu þjófnað í matvöruverslun í miðbænum og var málið afgreitt á staðnum en lögreglan fékk einnig tilkynningu um þjófnað í raftækjaverslun í miðbænum og voru höfð afskipti af einum einstaklingi vegna málsins.
Ökumaður var kærður fyrir að aka án réttinda í Hafnarfirði og þá var árekstur milli bifreiðar og vespu í Mosfellsbæ. Einn var fluttur á slysadeild vegna minni háttar áverka.
Kjósa
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Komment