
Alls gista sjö aðilar í fangaklefa á höfuðborgarsvæðinu eftir gærkvöldið og nóttina en 71 mál voru bókuð í kerfum lögreglu, samkvæmt dagbók hennar. Hér má sjá nokkur dæmi.
Tveir menn í annarlegu ástandi voru handteknir vegna gruns um húsbrot. Voru þeir báðir fluttir á lögreglustöðina við Hlemm, þar sem þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Tilkynning barst um slagsmál tveggja manna en þeir voru báðir handteknir og skutlað í fangaklefa við Hlemm.
Lögreglan sem annast útköll í Hafnarfirði og í Garðabæ handtók ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í ljós kom að hann var sviptur ökuréttindum og var hann fluttur á lögreglustöð. Ökumaðurinn var með annan bíl í eftirdragi en ökumaður þeirrar bifreiðar reyndist einnig sviptur ökuréttindum. Vettvangsskýrsla var rituð vegna þessa.
Sama lögregla kom auga á pöddufullan mann á gangi á akbraut. Var honum ekið til síns heima.
Lögregla kom auga á mann sem var mjög ölvaður að ganga á akbraut, honum ekið heim til sín.
Komment